Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 91
3.3.4.17 21. grein. Starfsemi í sambandi við undirbúningskönnun,
rannsókn eða hagnýtingu kolvetnislinda
í 21. grein er að finna reglur um ofangreinda starfsemi sem eru nær óbreyttar
frá gamla samningnum. Þær snerta mest Danmörku og Noreg og verður ekki
nánari umfjöllun um þær á þessum vettvangi.
3.3.4.18 22. grein. Aðrar tekjur
í 22. grein er fjallað um aðrar tekjur sem ekki er fjallað um í öðram greinum
samningsins. Slíkar tekjur skal, í samræmi við samningsfyrirmynd, einungis
skattleggja í því ríki sem móttakandi þeirra er heimilisfastur.
í 2. mgr. er þó að finna undantekningu þegar um er að ræða tengsl tekna við
fasta atvinnustöð eða fasta stöð. í þeim tilvikum era þær skattlagðar í samræmi
við 7. eða 14. grein.
3.3.4.19 23. grein. Eignir
Greinin er óbreytt frá 1989-samningnum. í 7. mgr. greinarinnar er að finna
takmörkun á notkun hennar, þar sem tekið er fram að henni skuli einungis beitt
í samningsríki í þeim tilvikum þegar annað samningsríki leggur almennan skatt
á eignir. Þetta þýðir t.d. að Island þarf ekki að taka tillit til greinarinnar varðandi
lönd sem ekki leggja á eignarskatt svo sem Færeyjar og Danmörk.
3.3.4.20 24. grein. Dánarbú
í 24. grein, sem er óbreytt frá gamla samningnum, er að finna reglu sem á að
hindra það að eigandi hlutdeildar í dánarbúi verði skattlagður vegna tekna eða
eigna dánarbús sem skattlagt er í öðru norrænu landi.
3.3.5 Aðferðir til þess að komast hjá tvísköttun
3.3.5.1 25. grein. Aðferðir til að komast hjá tvísköttun
Til era tvær meginaðferðir til þess að koma í veg fyrir tvísköttun. Þær eru
undanþáguaðferðin (stundum kölluð deiliaðferðin) og frádráttaraðferðin.
ísland notar undanþáguaðferðina sem aðalreglu í norræna samningnum. I
gamla samningnum var undanþáguaðferðin einnig notuð með fyrirvara um
stighækkun skatts (exemption with progression). Island notar nú í nýja
samningnum svokallaða valkvæða undanþáguaðferð sem gefur við skattalegan
útreikning sömu niðurstöðu og undanþáguaðferð með stighækkun.31 Er 4. mgr.
25. greinar samningsins sem gildir um ísland nú orðuð í samræmi við það. Enda
þótt undanþágureglan sé aðalregla samningsins er frádráttaraðferðin, eins og í
gamla samningnum, einnig notuð varðandi vissar tekjutegundir í nýja samn-
ingnum. Þannig er frádráttaraðferðin notuð þegar aðili heimilisfastur á Islandi
móttekur tekjur sem skattleggja má í einhverju hinna Norðurlandanna sam-
31 Sjá nánar athugasemdir með 23. gr. A í samningsfyrirmynd OECD, 1992, condensed version,
bls. 192, 37. mgr. (Altemative formulation of the Article).
315