Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 67
erlendar ríkisstjórnir um gagnkvæmar ívilnanir varðandi tekju- og eignarskatta og útsvar og um gagnkvæm upplýsingaskipti og innheimtu opinberra gjalda milli ríkja. Það er samkvæmt þessari heimild sem gerðir eru tvísköttunar- samningar við önnur ríki. Tvísköttunarsamningar eru þjóðréttarsamningar sem gerðir eru með heimild í settum lögum eins og að framan er lýst og verða því að teljast hafa sama gildi og almenn lög, enda séu þeir að efni til innan þeirra heimilda sem lög leyfa. Dönsk heimildarlög frá 1953 heimiluðu ríkisstjóm Danmerkur að gera skattasamninga við önnur rfki án þess að leggja þá sérstaklega fyrir danska þjóðþingið. Tvísköttunarsamningar sem gerðir voru í samræmi við þessi lög voru án frekari aðgerða taldir verða hluti af dönskum rétti.11 Telja verður að svipað gildi hér á landi enda séu samningarnir birtir með lögformlegum hætti, og að heimildir 1. mgr. 117. gr. tskl. og 1. mgr. 34. gr. útsvl. feli í sér fyrirfram samþykki Alþingis og heimild fyrir rfldsstjómina til tvísköttunarsamninga. Hér verður ekki um það fjallað hvort þetta samþykki kunni að fara í bága við stjómskipunarlög.12 í framkvæmd er gengið út frá því að birtir tvísköttunarsamningar hafi lagagildi hér á landi og séu hluti af íslenskum álagningarreglum og er til þeirra vitnað í leiðbeiningum og úrskurðum skattyfirvalda og yfirskattanefndar. Ekki er vitað um neina dóma um tvísköttunarsamninga þegar þetta er ritað en til em örfáir dómar héraðsdóms þar sem fjallað er um aðstoðarsamning Norðurlanda. I þessu sambandi er vert að undirstrika að tvísköttunarsamningar geta aldrei orðið sjálfstæð skattlagningarheimild heldur er aðalhlutverk þeirra að ákvarða hvemig skattlagningarrétti samningaríkjanna er komið fyrir hjá öðm ríkjanna eingöngu eða skipt á milli þeirra og hvaða reglur gilda um aðferðir við það að komast hjá tvísköttun og við skipti upplýsinga, enda kveða heimildarákvæði íslenskra laga eingöngu á um gagnkvæmar ívilnanir og gagnkvæm upplýs- ingaskipti.13 Enda þótt ákveðinn réttur til skattlagningar sé í tvísköttunar- samningi lagður til íslenska ríkisins verður hann ekki framkvæmdur hérlendis án þess að heimild sé til þess í íslenskum lögum. Hér má nefna eftirfarandi dæmi til skýringar. Þrátt fyrir nýlega innleiðslu 10% fjármagnstekjuskatts hérlendis nær hann samkvæmt íslenskum lögum ekki til vaxtagreiðslna til þeirra sem heimilisfastir eru erlendis. Hvorki í 3. gr. tskl. né öðrum ákvæðum þeirra laga er að finna heimild til að skattleggja vexti til erlendis búsettra aðila. Samkvæmt 2. málsgr. 11. gr. tvísköttunarsamnings okkar við Eistland má ísland •eggja 10% skatt á vexti sem greiddir eru til Eistlands. Þessu ákvæði samn- 11 Sjá Th0ger Nielsen: Indkomstbeskatning II 1972, bls. 504, og Indkomstbeskatning I 1965, bls. 241. Nú eru tvísköttunarsamningar í Danmörku lagðir fyrir danska þjóðþingið til samþykktar. 12 Sjá Stefán M. Stefánsson: „Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga", fylgiskjal með Skýrslu urnboðsmanns Alþingis 1988, bls. 6-7 og bls. 10. 13 Sjá Th0ger Nielsen, II, bls. 505, og ennfremur 2. gr. sænsku laganna um tvísköttunarsamning •nilli Norðurlandanna þar sem segir: „Avtalets beskatningsregler skall tillampas endast i den m&n dessa medför indskrankning av den skattskyldighet i Sverige som annars skulle föreligga" (Prop. 1996/97:44). 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.