Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 38
Stöðugleikatímapunkturinn hefur einnig mikla þýðingu fyrir ákvörðun um
varanlegan miska skv. 4. gr. og varanlega örorku skv. 5. gr., en hún ræðst af
ástandi og upplýsingum er liggja fyrir á þessum tímapunkti. A þessum
tímapunkti geta tjónþoli eða tjónvaldur beðið um örorkumat.7
Upphæð miska- og örorkubóta er hins vegar algerlega óháð stöðugleika-
tímapunkti.8 Miskabótaupphæðin ákvarðast af miskastigi og ákveðinni við-
miðunartölu samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga og bætur fyrir varanlega örorku
ráðast af örorkustigi (5. gr.), margföldunarstuðli (6. gr.), árslaunum (7. gr.) og
aldri tjónþola á tjónsdegi (9. gr.).
2.2 Hver ákveður stöðugleikatímapunkt?
Þar sem stöðugleikatímapunktur er eingöngu skilgreindur eftir bata tjónþola,
þ.e. likamlegum viðmiðum er hér um hreint læknisfræðilegt9 úrlausnarefni að
ræða. Það er því eingöngu í verkahring lækna að ákvarða stöðugleika-
tímapunktinn. Þetta sjónarmið kemur skýrt fram í dönskum lagaskýringar-
textum þar sem talað er um að styðjast við »lægelig bed0mmelse« og »lægelig
udtalelse«.10
Anders Vinding Kruse telur að ákvörðun um stöðugleikatímapunkt, bæði
fyrir þjáningar og vinnugetu, sé alfarið í höndum læknis „medicinsk station-
ærbegreb" en ekki sameiginleg ákvörðun lækna og lögmanna „medicinsk-
juridisk stationærbegreb'1 eins og áður tíðkaðist í Danmörku:
Der har i tidligere praksis ogsá været tilfælde, hvor der ikke erydet erstatning for tabt
arbejdsfortjeneste, uanset at helbredstilstanden i medicinsk henseende formentlig
ikke var stationœr, og uanset at skadelidte (endnu) ikke kunne begynde at arbejde
igen, Stig Jprgensen, Personskade s. 239 og fra praksis f.eks. U 1959.749 0
(skadelidtes tilstand kunne ikke lægeligt betegnes som stationær, men skadelidtes
krav kunne opgpres endeligt, hvorfor man nægtede fortsat erstatning for tabt
arbejdsfortjeneste). Se tillige U 1966.394 H.
Ej heller denne praksis vil kunne opretholdes, og det má i det hele antages, at der
ikke (længere) kan anvendes et blandet medicinsk-juridsk stationærbegreb, jf. Bet.
III s. 98-99 og lovforslaget sp. 87, hvor udtrykkene »lægelig bed0mmelse« og
»lægelig udtalelse« anvendes.11
7 Frumvarp til skaðabótalaga, lagt fyrir 116. löggjafarþing 1992, bls. 32.
Kruse, Anders Vinding og M0ller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaup-
mannahöfn 1993, bls. 71.
8 Hins vegar eru greiddir vextir af bótaupphæðum fyrir þjáningar, miska og örorku frá því tjón
varð skv. 16. gr. skaðabótalaganna um vexti. Fjárhæðir þessar taka verðlagsbreytingum skv. 15. gr.
laganna.
9 Eyben, Bo von, Nprgaard, Jprgen, Vagner, Hans Henrik: Lærebog i erstatningsret. Kaup-
mannahöfn 1995, bls. 233.
10 Kruse, Anders Vinding: Erstatningsretten. Kaupmannahöfn 1989, bls. 370.
11 Kruse, Anders Vinding og Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaup-
mannahöfn 1993, bls. 69.
Kruse, Anders Vinding: Erstatningsretten. Kaupmannahöfn 1989, bls. 370.
262