Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 70
landanna nema íslands sæti í þeim hópi. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu í
nóvember 1969 að forsendur væru ekki fyrir hendi til að hafa marghliða
tvísköttunarsamning milli aðildarrikja EFTA og var því horfið frá þeirri
hugmynd.16 Norðurlöndin héldu áfram að vinna að hugmyndinni að marghliða
skattasamningum sín á milli og varð sú vinna til þess að undirritaður var
samningur milli þeirra um aðstoð í skattamálum þann 9. nóvember 1972, sbr.
Stjórnartíðindi A, nr. 111/1972.
Haustið 1972 var ákveðið að vinna að uppkasti að marghliða samningi milli
Norðurlandanna til að koma í veg fyrir tvísköttun. Samningsuppkastið byggði
á samningsdrögum OECD frá 1963 og hinum ýmsu ákvæðum sem var að finna
í gildandi tvíhliða tvísköttunarsamningum milli landanna. Reynt var að fylgja
samningsfyrirmyndum OECD eftir því sem unnt var fyrst frá 1963 og síðan frá
1977 og byggt var einnig á þeirri vinnu sem unnin hafði verið innan EFTA.
Þessari vinnu og samningaviðræðum lauk með því að undirritað var samnings-
uppkast á sænsku milli Norðurlandanna í júní 1980.1 framhaldi af því var fyrsti
Norðurlandasamningurinn til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á
tekjur og eignir undirritaður í Helsinki 22. mars 1983 og gekk hann í gildi 29.
desember sama ár, sbr. Stjórnartíðindi C, nr. 6 og 14 1983. Norræni samn-
ingurinn leysti af hólmi tvíhliða tvísköttunarsamninga Islands við Svíþjóð frá
1964, við Noreg frá 1966, við Danmörku frá 1970 og við Finnland frá 1972.17
Annar tvísköttunarsamningur Norðurlandanna var undirritaður 18. febrúar
1987, sbr. Stjómartíðindi C, nr. 8/1987. Þriðji samningurinn var undirritaður 12.
september 1989 svo sem áður greinir. Samningaviðræður um endurskoðun á
þeim samningi hófust í júní 1995 og voru drög að samningnum undirrituð
(parafered) í Þórshöfn í Færeyjum 13. júní 1996. Nýi Norðurlandasamn-
ingurinn, sem undirritaður var í Helsinki 23. september 1996 og leysir gamla
samninginn frá 1989 af hólmi, er þannig fjórði tvísköttunarsamningurinn milli
Norðurlandanna.18
3.2 Uppbygging samningsins
Tvísköttunarsamningur Norðurlanda er í aðalatriðum byggður upp á sama
hátt og tvíhliða samningar.
í 1. grein er fjallað um þá aðila sem samningurinn nær til og í 2. grein þá
16 Edward Anderson, Nils Mattsson, Aage Michelsen og Fredrik Zimmer: Det nordiska
skatteavtalet nied kommentarer, andra upplag, 1990, bls. 19-21.
17 Um þessa eldri samninga (að undanteknu Finnlandi) sjá Benedikt Sigurjónsson: „Tvísköttunar-
samningar", Úlfljótur, 2. tbl. 1971, bls. 106-111.
18 Auk þeirra heimilda sem sérstaklega er vísað til í þessum kafla er við umfjöllunina um nýja
Norðurlandasamninginn stuðst við athugasemdir með eftirtöldum norrænum lagafrumvörpum til
staðfestingar á samningnum: Danmörk, Lovforslag nr. L 122 Folketinget 1996-1997; Finnland,
Regeringens proposition til Riksdagen RP 153/1996 rd; Noregur, forslag til proposisjon til
Stortinget St prp nr. 5 1996-1997 og Svíþjóð, Regeringens proposition 1996/97:44.
294