Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 82
í 2. mgr eru ákvæði um hugsanlega leiðréttingu skattskylds hagnaðar
fyrirtækis í öðru samningsríki þegar slík leiðrétting sem lýst er í 1. mgr. hefur
verið gerð í hinu samningsríkinu. Akvæðið í 2. mgr. er frábrugðið OECD-
fyrirmyndinni að því leyti að það kemur skýrt fram að ríki þarf ekki sjálfkrafa
að framkvæma leiðréttingu á skattlagningu í samræmi við það sem hitt ríkið
hefur gert, heldur byggist samræmingarleiðréttingin á sérstöku mati í hverju
tilfelli.
3.3.4.6 10. grein. Ágóðahlutir
í 10. grein er fjallað um ágóðahluti. Ágóðahlutir eru í 6. mgr. greinarinnar
skilgreindir sem tekjur af hlutabréfum, hlutdeildarskírteinum eða öðrum
réttindum, sem ekki eru skuldakröfur, er veita rétt til hlutdeildar í ágóða, svo og
aðrar tekjur frá félögum sem við skattlagningu er farið með á sama hátt og
tekjur af hlutabréfum samkvæmt löggjöf þess ríkis þar sem félagið sem ágóða-
hlutina greiddi er heimilisfast. I 1. mgr. 10. greinar er ákveðið að slíkar tekjur
megi skattleggja í því ríki sem hluthafinn er heimilisfastur. Ágóðahlutina má
einnig skattleggja í því ríki sem félagið sem greiðir þá er heimilisfast með þeim
skatthlutföllum sem tilgreind eru í 3. og 4. mgr.
í lokamálslið 3. mgr. er ákveðið að ágóðahlutir sem greiddir eru til félags
sem á beint að minnsta kosti 10% eignarhlutdeild í félaginu sem ágóðahlutina
greiðir skuli vera undanþegnir skattlagningu í greiðslurfkinu (upprunaríkinu).
Hér er um að ræða svokallaða „beina fjárfestingu“ (direct investment)26 og
breytingu frá gamla samningnum þar sem gerð var krafa um 25% eignar-
hlutdeild við þessar aðstæður. í öllum öðrum tilfellum er afdráttarskatturinn í
10. gr. samningsins 15% eins og áður. Ástæða þess að úthlutun ágóðahluta frá
dótturfélagi til móðurfélags er, eins og hér er gert, undanþegin skattlagningu er
viljinn til þess að koma í veg fyrir eða takmarka svokallaða keðjuskattlagningu
sömu tekna. Ástæða þess að þessi undanþága var víkkuð var sú að 25% eignar-
haldskrafan þótti setja of þröngar skorður við samvinnu fyrirtækja um fjár-
festingar í öðru landi.
í löggjöf allra Norðurlandanna nema Islands er að finna heimildir til þess að
hindra það að sami hagnaður móðurfélags og erlends dótturfélags sé skattlagður
oftar en einu sinni. Má þar nefna í Danmörku 3. mgr. 13. greinar laga nr.
769/1995 um tekjuskattlagningu hlutafélaga og í Noregi 1.-7. gr. laga nr.
65/1991 um félagaskattlagningu. í þessu sambandi má einnig nefna tilskipun
26 Sbr. International Tax Glossary, revised 3rd edition, IBFD 1996, bls. 92. Direct investment.
„Description often given to a substantial investment in the shares of a company. In contrast to
portfolio investment, direct investment often refers to any shareholding amounting to 10% or more
of the total shares of the relevant company, thus giving rise to partial or total control of the company
depending on the extent of the investment".
27 Sjá nánar Garðar Valdimarsson, „íslenskar reglur um skattlagningu arðs með hliðsjón af gerð
tvísköttunarsamninga", Álit, tímarit löggiltra endurskoðenda, 1. tbl. 1996, bls 1-8.
306