Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 81
þóknanir sbr. 2. mgr. 12. gr. og aðrar tekjur sbr. 2. mgr. 22. gr. samningsins, sem
erlendis heimilisfastur aðili með fasta atvinnustöð á íslandi hefur og tengjast
þeirri stöð, má skattleggja á íslandi og þá með nýnefndum skatthlutföllum.
3.3.4.4 8. grein. Siglingar og loftferðir
I 8. grein er að finna reglur um skattlagningu hagnaðar af rekstri skipa og
loftfara í flutningum á alþjóðaleiðum. Slíkur hagnaður skal einungis skattlagður
í því samningsríki sem aðilinn sem rekur skip eða loftför er heimilisfastur, sbr.
1. mgr. Þetta er breyting miðað við samninginn frá 1989 þar sem skatt-
lagningarrétturinn er lagður til þess ríkis þar sem raunveruleg framkvæmda-
stjóm fyrirtækisins hefur aðsetur. Skattlagningu sem byggð er á heimilisfesti
þess aðila sem rekur siglinga- eða flugstarfsemi á alþjóðaleiðum er í athuga-
semdum OECD-fyrirmyndarinnar lýst sem valkosti við skattlagningu sem
byggir á reglunni um raunverulega framkvæmdastjóm. Talið er að þessar tvær
aðferðir leiði í flestum tilfellum til sömu niðurstöðu skattalega. Samkvæmt
skilgreiningu í h lið 1. mgr. 3. greinar samningsins merkir „flutningar á alþjóða-
leiðum“ flutninga með skipi eða loftfari sem rekið er af aðila sem hefur
heimilisfesti í samningsríki, nema því aðeins að skipið eða loftfarið sé eingöngu
notað milli staða í öðru samningsríki.25
í 2. mgr. er ákveðið að hagnaður sem fyrirtæki í samningsríki hefur af
hagnýtingu, viðhaldi eða útleigu gáma sem notaðir em til flutnings á vömm eða
vamingi skuli einungis skattlagður í því ríki sem fyrirtækið er heimilisfast.
Þetta gildir þó ekki séu gámamir eingöngu notaðir milli staða í öðm samn-
ingsríki. Þama gildir því sama breytingin frá gamla samningnum og í 1. mgr. að
í stað skilyrðisins um aðsetur raunverulegrar framkvæmdastjómar er sett
skilyrðið um heimilisfesti rekstraraðila.
3.3.4.5 9. grein. Tengd fyrirtæki
í 9. grein er fjallað um fyrirtæki sem em tengd hvert öðru. Ákvæðið gildir
um fyrirtæki sem eru hagsmunatengd, t.d. móður- og dótturfélög og félög sem
eru undir sameiginlegri stjóm, sbr. einnig i lið 1. mgr. 3. gr. samningsins sem
skilgreinir „hagsmunatengd fyrirtæki“.
í 1. mgr. greinarinnar er heimild til þess að hækka skattskyldan hagnað
fyrirtækis þegar hann hefur verið of lágur vegna þess að tengslin milli
fyrirtækisins og þess fyrirtækis sem það á viðskipti við valda því að samningar
þeirra á viðskipta- eða fjármálasviðinu eru frábrugðnir því sem tíðkast á milli
ótengdra eða óháðra fyrirtækja. Hér er um að ræða leiðréttingu í samræmi við
svokallaða armslengdarreglu, sbr. nánar athugasemdir við 9. grein samnings-
fyrirmyndar OECD. í íslenskum lögum er slíka heimild að finna í 58. grein tskl.
um óvenjuleg skipti í fjármálum.
25 Breytt með bókun 6. október 1997, sbr. nmgr. 21 hér að framan.
305