Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 53
5. SAMBAND TÍMALENGDAR ÞJÁNINGA OG TÍMABUNDINS ATVINNUTJÓNS I eðli sínu er hugtakið þjáning sem miðast við bata/veikindi og ákvarðar tímabundið ófjárhagslegt tjón afar frábrugðið hugtakinu óvinnufæmi sem tengist einvörðungu vinnugetu óháð líðan einstaklingsins og er lagt til grund- vallar mati á tímabundnu fjárhagslegu tjóni. Oft fer það saman að þegar þján- ingatímabili lýkur er tjónþoli orðinn vinnufær. Það er við slíkar kringumstæður sem hugmyndin um stöðugleikatímapunkt á einkar vel við. Þá er tímalengd þjáninga og óvinnufæmi sú sama. í dönskum lögum er gengið út frá þessu sem meginreglu og hugmyndinni um stöðugleikatímapunkt gefið mikið vægi. Þessi einfalda regla er ágæt svo langt sem hún nær. Mörg tilvik em hins vegar þekkt sem sýna að þessu er ekki alltaf svo farið og talsverður munur getur verið á tímalengd þjáninga og óvinnufæmi. Hér á eftir verður gerð tilraun til að setja upp einfalt yfirlit um möguleg tengsl þessara tveggja tímabila. Skipað verður í hópa eftir því hvort þjáningatímabil er jafn langt, lengra, styttra eða mjög stutt miðað við óvinnufærnitímabilið. 5.1. Þjáningatímabil (Þ) sama og óvinnufærnitímabil (Ó) (Þ=Ó) Grundvallarhugsun í skaðabótalögunum er að tímabil þjáninga og óvinnufæmi séu jafnlöng og þeim ljúki þegar ekki er að vænta frekari bata og líkamsástand orðið stöðugt, sbr. mynd 3. Þetta sjónarmið kemur skýrt fram hjá Anders Vinding Kruse og Jens Mpller þar sem þeir segja að almennt megi telja að með orðinu „veikur“ sé átt við óvinnufær: Med »syg« má normalt forstás »sygemeldt«55 Hér fer saman að stöðugleikatímapunkt og lok óvinnufæmi ber upp á sama tíma. 5.2 Þjáningatímabil (Þ) lengra en óvinnufærnitímabil (Ó) (Þ>Ó) Skaðabótalög heimila undantekningu frá meginreglunni um staðlaðar þján- ingabætur þar sem segir í 2. málsl. 1. mgr. 3. gr.: „þegar sérstaklega stendur á er heimilt að greiða þjáningabætur þótt tjónþoli sé ekki veikur“. í greinargerð fmmvarpsins er dæmi um slík tilvik „að líkamstjón valdi tímabundnum, líkam- legum óþægindum eða trufli eðlilega líkamsstarfsemi án þess að sagt verði að tjónþoli sé veikur".56 Þetta virðist geta átt við ef hinn slasaði fer til vinnu áður 55 Kruse, Anders Vinding og M0ller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaupmannahöfn 1993, bls. 80. 56 Fmmvarp til skaðabótalaga, lagt fyrir 116. löggjafarþing 1992, bls. 29. Eyben, Bo von, Nprgaard, J0rgen, Vagner, Hans Henrik: Lærebog i erstatningsret. Kaupmanna- höfn, 1995, bls. 235. Sjá nánari umfjöllun um orðið veikur í merkingunni óvinnufær í kaflanum 3.2 Tvær merkingar hugtaksins „veikur". 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.