Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 14
Á það hefur verið bent, að ekki séu rök fyrir lækkun miskabóta um helming
á aldursbilinu 60-69 ára. Ekki er gefin skýring á þessari lækkun í athuga-
semdum með frumvarpi til laganna. I riti Jóns Erlings Þorlákssonar, trygg-
ingafræðings, frá júní 1995, „Slysabætur og íslensk skaðabótalög“ (bls. 43) er
bent á, að sé ákvæðið hugsað þannig að hinn yngri búi lengur við áverka en sá,
sem er eldri, dugi það ekki sem röksemd. Þá ættu bætur að lækka jafnt og þétt
eftir aldri, en ekki aðeins á hinu umrædda aldursbili. Þvert á móti megi rök-
styðja það, að miskabætur eigi ekki að lækka með aldri vegna þess að aðlög-
unarhæfni manna minnki með árunum. Þessar bætur séu nokkurs konar mann-
gjöld, sem eigi að vera óháð aldri.
Við féllumst á þá skoðun, að óeðlilegt væri að lækka bætur svo mikið á svo
stuttu aldursskeiði. Við töldum því rétt að greininni yrði breytt þannig að halli
sá, sem greinin kveður á um, minnki. Við gerðum að tillögu okkar, að bætumar
lækki um 1% fyrir hvert ár á aldrinum 50-74 ára og bætur fyrir 100% miska
endi þar með í þremur milljónum króna.
Þá lögðum við jafnframt til, að breytt yrði framsetningu á 2. mgr. 4. gr.
þannig, að lækkun bóta fyrir varanlegan miska yrði lýst í töfluformi, sem yrði
hluti sjálfs lagatextans. Er það í samræmi við tillögur okkar hér á eftir um
framsetningu á 6. gr.
Loks skal hér vakin athygli á lokamálslið 1. mgr. 4. gr., en samkvæmt honum
skulu engar bætur greiddar þegar varanlegur miski er metinn minni en 5%.
Þetta ákvæði hefur sætt gagnrýni sem felst í því, að ekki séu rök til þess að fella
niður bótarétt þess, sem hlýtur varanlegan miska, sem þó mælist minni en 5%.6
Þetta lágmark hljóti jafnframt að leiða til þess í reynd, að minni miski en 5%
verði í einhverjum tilvikum metinn upp í 5%, svo bætur falli ekki niður með
öllu.
Fremur mun fátítt, að læknisfræðileg örorka vegna afleiðinga slyss, sé metin
lægri en 5%. Slíkt getur þó orðið t.d. þegar slasaði missir framan af fingri. Þótt
tilvikin séu fá felur það eitt, að okkar dómi, ekki í sér rök til að svipta slíka
tjónþola bótarétti. Miskabætur í þessum tilvikum yrðu lágar. Við féllumst
heldur ekki á rök um að af hagkvæmnisástæðum sé rétt að greiða engar bætur
fyrir lægri varanlegan miska en 5%. Þá töldum við ekki heldur rétt að ofbæta
lítinn varanlegan miska með því að færa hann upp í 5%. Það leiðir til
ósamræmis. Við gerðum því tillögu um að 5% lágmarkið yrði afnumið.
Varanleg örorka
5. gr.
Valdi líkamstjón, eftir að ekki er að vænta þess að tjónþoli nái frekari bata,
varanlegri skerðingu á getu til að afla vinnutekna á tjónþoli rétt á bótum fyrir
varanlega örorku.
Þegar tjón vegna örorku er metið skal líta til þeirra kosta sem tjónþoli á til að afla
sér tekna með vinnu sem sanngjamt er að ætlast til að hann starfi við.
6 Jón Erlingur Þorláksson, tilvitnað rit bls. 42-43.
238