Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 78
framkvæmd enda þótt starfsemin byggi á fleiri en einum verksamningi við
sama framkvæmdaraðila ef álíta má að framkvæmdin sé óslitin heild út frá
viðskiptalegu og landfræðilegu sjónarmiði. Ef slfk framkvæmd varir í meira en
tólf mánuði er álitið að að um fasta atvinnustöð sé að ræða. Starfsemi sem felur
í sér skipulagningu, eftirlit, ráðgjöf eða aðra aðstoð eða framlag starfsliðs í
sambandi við byggingar-, mannvirkja-, samsetningar- eða uppsetningarfram-
kvæmd telst samkvæmt 3. mgr. 5. gr. einnig föst atvinnustöð ef starfsemin
stendur meira en tólf mánuði. Þetta síðasta ákvæði er ekki að finna í sam-
svarandi grein í OECD-fyrirmyndinni.
Ákvæði samsvarandi 4. mgr. 5. gr. Norðurlandasamningsins er heldur ekki
að finna í OECD-fyrirmyndinni en ákvæðið felur það í sér að við útreikning tólf
mánaða tímabilsins skuli starfsemi tveggja fyrirtækja undir vissum kringum-
stæðum vera talin framkvæmd af öðru þeirra ef um hagsmunatengsl á milli
þeirra er að ræða. Þetta ákvæði er sett þarna inn til þess að koma í veg fyrir
misnotkun sem getur verið fólgin í því að fyrirtæki skipti verksamningum
sínum upp í nokkra hluta sem hver um sig er styttri en tólf mánuðir og láti
mismunandi félög í eigu sömu aðila framkvæma hvem hlutann fyrir sig.
Varðandi starfsemi á landgrunninu er að finna sérstök ákvæði um fasta
starfsstöð í 21. grein samningsins.
3.3.4 Skattlagningarreglur samningsins
3.3.4.1 Inngangur
í 6.-24. gr. samningsins er að finna reglur um það hveming réttinum til þess
að skattleggja hinar ýmsu tegundir tekna og eigna er skipt milli samnings-
ríkjanna. Rétt er að undirstrika það aftur hér að rétturinn til þess að skattleggja
tekjur og eignir verður að eiga sér stoð í íslenskum skattalögum og að
tvísköttunarsamningur getur aldrei orðið sjálfstæð skattlagningarheimild, sbr.
kafla 2 hér að framan. Hafi skattlagningarrétturinn samkvæmt íslenskum
skattalögum verið takmarkaður eða þrengdur með ákvæðum í tvísköttunar-
samningi sem ísland er aðili að verður skattlagningin á Islandi að fara eftir þeim
ákvæðum.
Lagatæknilega séð eru tvísköttunarsamningar uppbyggðir þannig að notuð
eru með ákveðnum hætti orðin „má skattleggja“ og „skal einungis skattleggja“.
í fyrsta lagi er rétt að taka það fram að orðanotkunin „má skattleggja“ þýðir það
að sjálfsögðu ekki að skattyfirvöldum í hverju landi sé það í sjálfsvald sett hvort
þau skattleggja eða ekki. Samkvæmt 16. grein Norðurlandasamningsins t.d.,
sbr. hér á eftir, má ísland skattleggja stjómarlaun sem íslenskt hlutafélag greiðir
stjórnarmanni sem búsettur er t.d. í Danmörku. Þá er fyrst litið til íslenskra
skattalaga en í 2. tl. 3. gr. tskl. er kveðið á um það að allir erlendis búsettir menn
sem njóta stjómarlauna frá íslenskum aðilum greiði tekjuskatt á Islandi af þeim
greiðslum. Tekjuskatturinn er 20% skv. 2. tl. 71. gr. s.l. Sambærilegt er um
útsvar skv. 1. nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. 19. og 23. grein, en
302