Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 88
þessar launatekjur, en það skal veita frádrátt frá skatti vegna þess skatts sem
greiddur hefur verið í flaggríkinu, ef einhver er, sbr. b lið 4. mgr. 25. gr
samningsins að því er Island varðar. Hér er um að ræða tvær grundvallar-
breytingar frá 1989-samningnum. Samkvæmt honum átti flaggríkið eitt rétt á
skattlagningu launanna í stað skiptingar skattlagningarréttarins í nýja samn-
ingnum. Einnig takmarkast ákvæðið nú við skip í flutningum á alþjóðaleiðum
en sú takmörkun var ekki í gamla samningnum. Launatekjur vegna starfa um
borð í skipum í flutningum innanlands verða því samkvæmt nýja samningnum
skattlagðar eftir venjulegum reglum sem gilda um skattlagningu launatekna í 1.
og 2. mgr. 15. greinar nýja Norðurlandasamningsins. Samkvæmt 3. mgr. 31.
greinar samningsins gilda hin gömlu ákvæði 3. mgr. 15. greinar áfram til
bráðabirgða í 3 ár frá gildistöku nýja samningsins eða varðandi skatta sem
lagðir verða á vegna almanaksáranna 1998, 1999 og 2000. Eftir þann tíma mun
komið í veg fyrir tvísköttun þessara sjómanna með því að nota frádráttar-
aðferðina, sbr. áðurtilvitnaðan b lið 4. mgr. 25. greinar samningsins að því er
ísland varðar. Ástæða þessara breytinga er sú að gildandi reglur geta leitt til
þess að áhafnir skipa í dönsku alþjóðlegu skipaskránni (DIS) geta sloppið við
skattlagningu bæði í flaggríkinu og búseturíkinu. Það þótti sérstaklega óeðlilegt
þegar um var að ræða siglingar innanlands í hinum ríkjunum, t.d. ferjusiglingar
milli staða í Noregi.
I 4. mgr. 15. gr. nýja samningsins eru ákvæði sem eru efnislega óbreytt frá
gamla samningnum og gilda um laun fyrir störf unnin um borð í loftfari á
alþjóðaleiðum og venjuleg laun eða laun miðuð við aflahlut eða ágóðahlut um
borð í fiskveiði-, selveiði- eða hvalveiðiskipi. í öllum tilfellum eru launin
einungis skattlögð í því ríki sem launþeginn er heimilisfastur.
Ákvæði 3. og 4. mgr. 15. greinar eru frábrugðin því sem segir fyrir um í 15.
gr. OECD-fyrirmyndarinnar.
3.3.4.12 16. grein. Stjórnarlaun
I 16. grein samningsins er fjallað um stjórnarlaun sem skattleggja má í því
ríki sem félagið sem greiðir launin er heimilisfast. Þetta er í samræmi við
OECD-fyrirmyndina. Heimild til skattlagningar stjómarlauna á íslandi til
erlendis búsettra manna er að finna í 2. tl. 3. gr. tskl.
3.3.4.13 17. grein. Listamenn og íþróttamenn
117. grein er ákveðið að listamenn og fþróttamenn megi skattleggja í því riki
þar sem starfsemi þeirra fer fram þrátt fyrir reglur 14. greinar um sjálfstæða
starfsemi og 15. greinar um launað starf. Ákvæði 1. og 2. mgr. eru sett fram í
samræmi við OECD-fyrirmyndina. 17. greinin nær einnig til listamanna og
íþróttamanna sem ráðnir eru hjá hinu opinbera. Með breytingu á 19. gr.
samningsins sem fjallar um opinbert starf munu nú tekjur listamanna og
íþróttamanna skattlagðar skv. 17. grein. Það er í samræmi við þær breytingar
sem gerðar hafa verið í OECD-fyrirmyndinni.
312