Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 88

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 88
þessar launatekjur, en það skal veita frádrátt frá skatti vegna þess skatts sem greiddur hefur verið í flaggríkinu, ef einhver er, sbr. b lið 4. mgr. 25. gr samningsins að því er Island varðar. Hér er um að ræða tvær grundvallar- breytingar frá 1989-samningnum. Samkvæmt honum átti flaggríkið eitt rétt á skattlagningu launanna í stað skiptingar skattlagningarréttarins í nýja samn- ingnum. Einnig takmarkast ákvæðið nú við skip í flutningum á alþjóðaleiðum en sú takmörkun var ekki í gamla samningnum. Launatekjur vegna starfa um borð í skipum í flutningum innanlands verða því samkvæmt nýja samningnum skattlagðar eftir venjulegum reglum sem gilda um skattlagningu launatekna í 1. og 2. mgr. 15. greinar nýja Norðurlandasamningsins. Samkvæmt 3. mgr. 31. greinar samningsins gilda hin gömlu ákvæði 3. mgr. 15. greinar áfram til bráðabirgða í 3 ár frá gildistöku nýja samningsins eða varðandi skatta sem lagðir verða á vegna almanaksáranna 1998, 1999 og 2000. Eftir þann tíma mun komið í veg fyrir tvísköttun þessara sjómanna með því að nota frádráttar- aðferðina, sbr. áðurtilvitnaðan b lið 4. mgr. 25. greinar samningsins að því er ísland varðar. Ástæða þessara breytinga er sú að gildandi reglur geta leitt til þess að áhafnir skipa í dönsku alþjóðlegu skipaskránni (DIS) geta sloppið við skattlagningu bæði í flaggríkinu og búseturíkinu. Það þótti sérstaklega óeðlilegt þegar um var að ræða siglingar innanlands í hinum ríkjunum, t.d. ferjusiglingar milli staða í Noregi. I 4. mgr. 15. gr. nýja samningsins eru ákvæði sem eru efnislega óbreytt frá gamla samningnum og gilda um laun fyrir störf unnin um borð í loftfari á alþjóðaleiðum og venjuleg laun eða laun miðuð við aflahlut eða ágóðahlut um borð í fiskveiði-, selveiði- eða hvalveiðiskipi. í öllum tilfellum eru launin einungis skattlögð í því ríki sem launþeginn er heimilisfastur. Ákvæði 3. og 4. mgr. 15. greinar eru frábrugðin því sem segir fyrir um í 15. gr. OECD-fyrirmyndarinnar. 3.3.4.12 16. grein. Stjórnarlaun I 16. grein samningsins er fjallað um stjórnarlaun sem skattleggja má í því ríki sem félagið sem greiðir launin er heimilisfast. Þetta er í samræmi við OECD-fyrirmyndina. Heimild til skattlagningar stjómarlauna á íslandi til erlendis búsettra manna er að finna í 2. tl. 3. gr. tskl. 3.3.4.13 17. grein. Listamenn og íþróttamenn 117. grein er ákveðið að listamenn og fþróttamenn megi skattleggja í því riki þar sem starfsemi þeirra fer fram þrátt fyrir reglur 14. greinar um sjálfstæða starfsemi og 15. greinar um launað starf. Ákvæði 1. og 2. mgr. eru sett fram í samræmi við OECD-fyrirmyndina. 17. greinin nær einnig til listamanna og íþróttamanna sem ráðnir eru hjá hinu opinbera. Með breytingu á 19. gr. samningsins sem fjallar um opinbert starf munu nú tekjur listamanna og íþróttamanna skattlagðar skv. 17. grein. Það er í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið í OECD-fyrirmyndinni. 312
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.