Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 64
Nú eru í gildi rúmlega 1400 tvísköttunarsamningar í heiminum öllum. í byrjun árs 1969 voru taldir um 530 samningar í gildi þannig að ljóst er að net tvísköttunarsamninga hefur þéttst stöðugt á undanfömum áratugum. Alþjóð- legur skattaréttur á því vaxandi erindi til lögfræðinga. Auk Norðurlandasamningsins eru í gildi eftirfarandi tvísköttunarsamningar2 sem ísland hefur gert við önnur lönd. Innan sviga er tilgreint hvenær við- komandi samningur var undirritaður og hvar hann er birtur: 1) Þýskaland (18. mars 1971. Stj.tíð C, 13/1971) 2) Bandaríkin (7. maí 1975. Stj.tíð C, 22/1975) 3) Sviss (3. júní 1988. Stj.tíð C, 3/1989) 4) Frakkland (29. ágúst 1990. Stj.tíð C, 8/1992) 5) Bretland (30. september 1991. Stj. tíð C, 32/1991) 6) Eistland ( 16. júní 1994. Stj. tíð C, 4/1995) 7) Lettland ( 19. október 1994. Stj. tíð C, 5/1995) 8) Kína (3. júní 1996. Óbirtur) Tvísköttunarsamningur við Kanada var undirritaður 19. júní og við Holland 25. september 1997. Samningsdrög hafa verið undirrituð við Litháen (janúar 1993), Lúxemborg (september 1996), Víetnam (október 1996) og Belgíu (aprfl 1997). Samningar við þessi lönd verða væntanlega undirritaðir á næstu mán- uðum. A næstunni em fyrirhugaðar viðræður um tvísköttunarsamninga við Tékkland og Rússland og Island hefur óskað eftir endurskoðun á tvísköttunar- samningnum við Bandarrkin frá 1975. Hlutverk tvísköttunarsamninga er einkum að komast hjá tvísköttun tekna og eigna milli landa og spoma gegn undanskoti á tekjum og eignum frá skatti.3 Með tvísköttun er átt við það þegar sama skattskylda efnisatriðið er skattlagt oftar en einu sinni. Venjulega er talað um lagalega tvísköttun þegar sami aðili er tvískattaður vegna sömu tekna eða eigna.4 I upphafsorðum samningsfyrir- myndar OECD varðandi skattlagningu á tekjur og eignir segir svo í beinni þýðingu: 2 Auk almennra tvísköttunarsamninga hafa verið gerðir takmarkaðir tvísköttunarsamningar við Belgíu, sbr. augl. nr. 79/1931 og 21/1970, og Lúxemborg, sbr. augl. nr. 18/1976, vegna siglinga- og loftferðafyrirtækja og gagnkvæm yfirlýsing gildir milli íslands og Hollands um undanþágu frá sköttum af tekjum af skipa- og flugvélarekstri frá 1980 og milli íslands og Kanada vegna tekna af flugsamgöngum frá apnl 1996. Gert er ráð fyrir því að þessir takmörkuðu samningar og yfir- lýsingar falli úr gildi við gildistöku almennra tvísköttunarsamninga við þessi lönd. 3 Samkvæmt 3. mgr. 117. gr. 1. nr. 75/1981 er ríkisskattstjóra heimilt skv. umsókn skattaðila eða ábendingu skattstjóra að lækka tekjuskatt og eignarskatt hans hér á landi með hliðsjón af skatt- greiðslum hans í ríkjum sem ekki hefur verið gerður tvísköttunarsamningur við. Sjá einnig 2. mgr. 34. gr. 1. nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga varðandi útsvör. Umfjöllun um slíka einhliða fvilnun fellur utan efnissviðs þessarar greinar. 4 Með efnahagslegri tvísköttun er átt við það tilvik þegar fleiri en einn aðili eru skattlagðir vegna sama atriðis, t.d. þegar hlutafélag er skattlagt vegna hagnaðar félagsins og hluthafar þess eru síðan skattlagðir vegna arðs sem þeir fá úthlutað úr þessum sama hagnaði. 288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.