Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 37
Stationærtidspunktet er herefter det tidspunkt, hvor det má antages, at skadelidtes
tilstand ikke yderligere vil blive forbedret".5
í íslensku skaðabótalögunum er í stað hugtaksins stationær notuð orð-
skýringin: „ekki að vænta frekari bata“. Orðskýring þessi kemur fyrir í 2. gr. um
tímabundið atvinnutjón, 3. gr. um þjáningar, 4. gr. um varanlegan miska og 5.
gr. um varanlega örorku. Sama orðalag er í öllum greinunum, sem bendir til að
verið sé að fjalla um nákvæmlega sama fyrirbærið. I athugasemdum við
frumvarpið er ekki sérstaklega bent á þessa samsvörun og ekki fjallað um
hugtökin „stationær" eða „stationærtidspunkt“. Þessi hugtök mætti kalla á
íslensku „stöðugt“ og „stöðugleikatímapunkt“.
í umfjöllun danskra fræðimanna kemur greinilega fram að hugtakið
„stationær“ hafi sömu merkingu alls staðar í skaðabótalögunum.6 Stöðug-
leikatímapunktur er sá tímapunktur þegar heilbrigðisástand er orðið stöðugt
(stationær) og er því um aðeins einn tiltekinn tímapunkt að ræða. Stöðug-
leikatímapunkturinn gegnir lykilhlutverki í að ákveða mörkin milli tímabundins
og varanlegs líkamstjóns, bæði hvað varðar hinn fjárhagslega þátt og hinn
ófjárhagslega eins og sýnt er á mynd 1:
Stöðugleikatímapunktur
T
Tjón tímabundið varanlegt
fjárhagslegt atvinnutjón (2. gr.) örorka (5. gr.)
ófjárhagslegt þjáningar (3. gr.) miski (4. gr.)
Mynd 1: Stöðugleikatímapunktur (stationœrtidspunkt) setur mörk milli tímabundins og
varanlegs líkamstjóns bœðifyrir fjárhagslega og ófjárhagslega þœtti.
Stöðugleikatímapunktur hefur mikla þýðingu fyrir upphæð tímabundinna
bóta, því hún ræðst af tímalengd, oftast frá tjónsdegi, þar til ekki er að vænta
frekari bata. Eftir þennan tímapunkt á ekki að greiða tímabundnar bætur en við
tekur tímabil varanlegra bótaúrræða fyrir miska og örorku.
5 Kruse, Anders Vinding og Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer.
Kaupmannahöfn 1993, bls. 69.
Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaupmannahöfn 1996, bls. 71.
6 Gomard, Bemhard og Wad, Ditlev: Erstatning og godtgorelse. Kaupmannahöfn 1986, bls. 41-
42.
Kruse, Anders Vinding: Erstatningsretten, Kaupmannahöfn 1989, bls. 374.
Kruse, Anders Vinding og Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaup-
mannahöfn 1993, bls. 80. Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaup-
mannahöfn 1996, bls. 83.
Eyben, Bo von, Nprgaard, Jprgen, Vagner, Hans Henrik: Lærebog i erstatningsret. Kaup-
mannahöfn 1995, bls. 232.
261