Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 45
í nefndaráliti er þessi breyting sögð vera til samræmingar34 (af redaktionel
karakter) en er í raun mun meira því hún er stefnumarkandi fyrir inntak
þjáningahugtaksins, sem nú er eingöngu tengt heilbrigðisástandi.
3.2.1 Breytingartillaga við 3. gr. laganna
Hér að framan hefur verið bent á að fremur óheppilegt virðist að nota orðið
„veikur“ um þjáningar vegna aukamerkingar þess, óvinnufær. A vinnumarkað-
inum og í daglegu máli margra eru orðin „veikur“ og „óvinnufær“ notuð jöfnum
höndum. í vinnurétti er hins vegar orðið veikur ekki notað en þess í stað talað
um að „forfallast frá vinnu vegna sjúkdóma eða slysa“35 og vera „óvinnufær
vegna veikinda eða slyssins11.36
í skaðabótarétti er þörf á að gera greinarmun á þessum tveim merkingum
orðsins veikur þar sem vísað er til ólíkra réttinda; í merkingunni „veikur“ til
ófjárhagslegs skaða (þjáningar) og í merkingunni „óvinnufær“ til fjárhagslegs
skaða (launatekjutap).
Sniðganga mætti þessa óvissu lagatextans með því að breyta orðunum „ekki
veikur“ í „vinnufær“ og yrði þá textabrotið í 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. svohljóð-
andi: „að greiða þjáningabætur þótt tjónþoli sé vinnufær“.
3.3 Staðlaðar þjáningabætur
Þjáningabætur eru staðlaðar eins og segir í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. skaða-
bótalaganna og greiðast „frá því að tjón verður þar til ekki er að vænta frekari
bata, 1300 kr. fyrir hvem dag sem tjónþoli er rúmfastur og 700 kr. fyrir hvern
dag sem tjónþoli er veikur án þess að vera rúmliggjandi“. I athugasemdum við
íslensku skaðabótalögin er ekki nánar skýrt hvað felst í því að vera eða vera
ekki rúmliggjandi. Það verður að teljast villandi að notuð eru tvö orð, rúmfastur
og rúmliggjandi, um það er virðist vera sama fyrirbærið. Með því er verið að
vekja gmnsemd um að merking sé mismunandi. Svo virðist þó ekki vera því
hvorki í lagatextanum né í greinargerð frumvarpsins er að finna slíkan mun. I
danska lagatextanum er aðeins notað eitt orð „sengeliggende“ á báðum stöðum
og tekur það af allan vafa um að ekki er um áherslumun að ræða. í íslenska
lagatextanum væri heppilegra að nota aðeins annað orðanna er lýsa dvöl við eða
í rúmi svo sem: rúmliggjandi, rúmfastur, við rúm, eða rúmlægur allt eftir því
hvað löggjafinn vill leggja mikla áherslu á dvölina í rúminu. í íslenskum og
dönskum lagaskýringartextum vantar nánari skilgreiningu á því hvenær tjón-
34 Sjá neðanmálsgrein 4.
35 Lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og
slysaforfalla, frá 1979 nr. 19, gr. 5.
36 Lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og
slysaforfalla, frá 1979 nr. 19, gr. 8.
269