Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 5
Gizur Bergsteinsson
fi. hœstaréttardómari
Gizur Bergsteinsson:
MINNING
Gizur Bergsteinsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, andaðist hinn 26. mars
1997, tæplega 95 ára að aldri. Með honum er genginn einn þeirra manna, sem
markað hafa hvað dýpst spor í sögu Hæstaréttar íslands og einnig í mótun
réttarþróunarinnar í landinu á þessari öld.
Gizur Bergsteinsson fæddist hinn 18. apríl 1902 að Árgilsstöðum í Hvol-
hreppi, Rangárvallasýslu, en þar bjuggu foreldrar hans, Bergsteinn Ólafsson,
bóndi og oddviti, og Þórunn ísleifsdóttir, húsfreyja. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og embættisprófi í lögfræði lauk hann frá
Háskóla íslands í júní 1927. Á árunum 1927 og 1928 stundaði hann fram-
haldsnám í lögfræði við háskólana í Berlín og Kaupmannahöfn.
Á árinu 1928 hófst starfsferill Gizurar sem lögfræðings. Starfaði hann fyrst
sem endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum. Hann var skipaður
fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst 1929 og var síðar settur
skrifstofustjóri þar á árunum 1930, 1931 og 1934. Á þessum árum gegndi hann
og nokkrum sinnum setudómarastörfum.
Hinn 24. september 1935 var Gizur skipaður dómari við Hæstarétt íslands
frá 1. október sama ár að telja. Var hann þá aðeins 33 ára að aldri og hefur
enginn yngri en hann verið skipaður dómari við réttinn. Dómaraembættinu
gegndi hann til 1. mars 1972, eða í 36 ár og 5 mánuði, lengur en nokkur annar.
Forseti réttarins var hann samtals í 9 ár á þessu tímabili.
Á starfstíma Gizurar urðu miklar breytingar í hinu íslenska þjóðfélagi frá því
bændasamfélagi, sem hann ólst upp í, til nútímaþjóðfélags með gjörbreyttum
háttum á öllum sviðum. Óhjákvæmilega varð og mikil og ör þróun í íslenskum
rétti á þessum tíma. Þar hafði Gizur mikil áhrif sökum víðtækrar lagaþekkingar
229