Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 36
5.1 Þjáningatímabil (Þ) sama og óvinnufærnitímabil (Ó) (Þ=Ó)
5.2 Þjáningatímabil (Þ) lengra en óvinnufæmitímabil (Ó) (Þ>0)
5.3 Þjáningatímabil (Þ) styttra en óvinnufæmitímabil (Ó) (Þ<Ó)
5.4 Þjáningatímabil er mjög stutt eða ekkert
6. VERKEFNI MATSLÆKNIS
7. SAMANTEKT
1. INNGANGUR
Lög um skaðabætur fyrir líkamstjón tóku gildi 1. júlí 1993.1 Þau era sniðin
eftir dönsku skaðabótalögunum, „Erstatningsansvarsloven",2 sem hafa verið í
gildi frá 1984.3 í lögunum er m.a. að finna nýja afstöðu til ákvörðunar
tímabundinna bóta þar sem gerður er skýr greinarmunur á fjárhagslegum þætti
sem atvinnutjóni og ófjárhagslegum þætti sem þjáningum. Fram til þessa hafa
þjáningabætur ekki verið afmarkaðar með svo skýrum hætti. Önnur nýjung í
lögunum er hvernig ákvarða skuli lok tímabundinna bótaþátta og þar með
upphaf bóta vegna varanlegs tjóns. Það er gert með því m.a. að ákvarða hvenær
heilbrigðisástand er orðið stöðugt (stationær) og ekki er að vænta frekari bata.
Danir kalla þennan tímapunkt „stationærtidspunkt", en í íslenskum lögum og
lagaskýringum vantar þetta hugtak. Þótt hugmyndin að baki þessari skil-
greiningu virðist við fyrstu sýn augljós, hefur hún reynst æði óljós í daglegri
notkun hér á landi og vakið upp fjölda spurninga. Þessari grein er ætlað að leita
svara við nokkrum þessara spurninga, m. a. með aðstoð lagaskýringartexta við
dönsku skaðabótalögin. Jafnframt verður rætt um hlutverk lækna í úrvinnslu
skaðabóta fyrir lrkamstjón.
2. HUGTAKIÐ „STÖÐUGLEIKATÍMAPUNKTUR“ EÐA „EKKI AÐ
VÆNTA FREKARI BATA“
í dönsku skaðabótalögunum í 2. gr. „Tabt arbejdsfortjeneste“, 3. gr. „Svie og
smerte“, 4. gr. „Varigt mén“ og 5. gr. „Erhvervsevnetab“ er notað orða-
sambandið „helbredstilstand er blevet stationær11.4 * * * * * * í dönskum lagaskýringar-
textum er orðasambandið nánar útskýrt sem sá tímapunktur, „stationær-
tidspunkt“, þegar ekki er að vænta frekari bata:
1 Skaðabótalög nr. 50/1993, sem tóku gildi 1. júlí 1993.
2 Lovbekendtgórelse nr. 599 af 8. september 1986 som ændret ved lov nr. 196 af 29. marts 1989
og lov nr. 389 af 7. juni 1989 om erstatningsansvar.
3 Kruse, Anders Vinding og Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaup-
mannahöfn 1993, bls. 15.
4 í frumvarpi til skaðabótalaga „Forslag til Lov om erstatningsansvar", sem lagt var fyrir danska
þingið 1984, kemur orðalagið „helbredstilstand (er) blevet stationær“ fyrir í öllum fjórum grein-
unum nema 3. gr. Svie og smerte. Tillæg A til Folketingstidende. J. H. Schultz A/S, Kpbenhavn
1985, dálkar 47-48. Þingmannanefnd lagði síðar á þinginu til að fyrmefnt orðalag kæmi einnig í 3.
gr. Folketingstidende 1983-84, 2. samling. Tillæg B, J.H. Schultz A/S, Kpbenhavn 1985, dálkur
482-3.
Sjá nánar um það í kafla 3.2 Tvær merkingar hugtaksins „veikur".
260