Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 44
í dönsku skaðabótalögunum örlar einnig á tvenns konar merkingu orðsins
„veikur“. Anders Vinding Kruse og Jens Móller30 virðast skýra lagagreinina á
þennan hátt er þeir tiltaka fyrst að í 3. gr. sé þess krafist að tjónþoli sé veikur,
en segja síðan að veikur megi venjulega skilja sem óvinnufær.
Med »syg« má normalt forstá »sygemeldt«.
Þannig virðast þeir leggja áherslu á að orðið veikur hafi tvær merkingar, sem
vísa annars vegar til líkamsástands hins vegar til vinnugetu, en slíkt verður að
teljast villandi. Þessi túlkun virðist úr takt við þá meginskýringu höfunda á
þjáningahugtakinu, að einungis sé verið að bæta ófjárhagslegan skaða en ekki
fjárhagslegan.
Skýringuna á þessum merkingarruglingi er etv. að finna í minnihlutaáliti
dönsku skaðabótalaganefndarinnar og hugsanlegra áhrifa þess á endanlega gerð
lagatextans. Minnihlutinn tengdi þjáningar við óvinnufærni, atvinnuleysi og
veikindi og lagði til að lagagreinin hljóðaði svo:
Skadelidte har krav pá godtgprelse for svie og smerte, sáfremt personskaden har
medfprt arbejdsudygtighed eller - hvis skadelidt er ude af erhverv - sygdom, der
i henseende til virkningeme for den daglige livsfprelse kan sidestilles hermed.
Stk. 2. Godtgprelse fastsettes for den period, hvor skadelidte har været arbejds-
udygtig eller syg, ...“31 (Feitletur AÞÓ)
Meirihlutinn tengdi þjáningar eingöngu við rúmlegu og veikindi en ekki
vinnu og lagði til að lagagreinin hljóðaði svo:
Godtgprelse for svie og smerte udgpr 100 kr. for hver dag, den skadelidte har været
sengeliggende, og 50 kr. for hver dag, den skadelidte har været syg uden at have
været sengeliggende..."32 (Feitletur AÞÓ)
í meðförum þingsins varð áherslan á tengsl þjáninga við heilbrigðisástand
enn skýrari með því að miða lok þjáningatímabils við að heilbrigðisástand væri
orðið stöðugt eins og fram kemur í tillögu þingmannanefndar, sem er feit-
letruð:33
Godtgprelse for svie og smerte udgpr „for tiden fra skadens indtræden intil
skadelidets helbredstilstand er blevet stationær" 100 kr. for hver dag, den
skadelidte har været sengeliggende, og 50 kr. for hver dag, den skadelidte har været
syg uden at have været sengeliggende...
30 Kruse, Anders Vinding og Mðller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaup-
mannahöfn 1993, bls. 80.
31 Udmáling af erstatning ved personskade og tab af forsprger. Justitsministeriets erstatnings-
udvalg, Kpbenhavn 1983. Bætænkning III, nr. 976, bls. 133.
32 Udmáling af erstatning ved personskade og tab af forsprger. Justitsministeriets erstatnings-
udvalg, Kpbenhavn 1983. Bætænkning III, nr. 976, bls. 89.
33 Folketingstidende 1983-84, 2. samling. Tillæg B sp. 483. J.H. Schultz A/S, Kpbenhavn, 1985.
268