Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 83
Evrópusambandsins um móður- og dótturfélög frá 23. júlí 1990.27 Samkvæmt
íslenskum skattalögum er hagnaður dótturfélags íslensks móðurfélags, sem
áður hefur verið skattlagður, t.d. í Danmörku, skattlagður aftur á íslandi þegar
hann er fluttur heim. Væri móðurfélagið heimilisfast í Noregi væri hagnaðurinn
einungis skattlagður í Danmörku (hjá dótturfélaginu) en undanþeginn skatt-
lagningu í Noregi samkvæmt fyrrgreindum norskum lögum.
12. og 3. mgr. er að fyrirmynd OECD tekið fram að viðkomandi skatthlutföll
gildi einungis fyrir raunverulega eigendur ágóðahlutanna. Sama er gert í 11. og
12. grein varðandi vexti og þóknanir.
I 4. mgr. áskilur Island sér rétt til að hækka íslenskan afdráttarskatt af
ágóðahlutum frá íslandi í allt að hámarki 15% að svo miklu leyti sem slíkir
ágóðahlutir hafa verið dregnir frá tekjum íslenska félagsins við álagningu skatts
á það. Island er nú eitt Norðurlandanna sem leyfir slíkan frádrátt og þarf því eitt
landanna að gera þennan fyrirvara, sbr. áður bæði Island og Noregur, sbr. 4. og
5. tl. 10. greinar gamla samningsins.28
Þá er það nýtt að Færeyjar nota í nýja samningnum sömu reglur og hinar
þjóðirnar við skattlagningu milli móður- og dótturfélags.
í 2. mgr. er það tekið fram að sé um að ræða arð af hlutabréfum sem tengjast
atvinnustarfsemi eða sjálfstæðri starfsemi sem rekin er frá fastri atvinnustöð
eða fastri stöð af erlendis heimilisföstum eiganda þeirra, þá gildi 1. og 3. mgr.
ekki. í því tilfelli eru ágóðahlutir af slíkum bréfum skattlagðir hjá hinum
erlendis búsetta aðila samkvæmt ákvæðum 7. eða 14. gr., eftir því sem við á, í
því ríki sem fasta atvinnustöðin eða fasta stöðin er, sbr. 3.3.4.3 hér að framan,
með skatthlutfallinu 40,88% hjá mönnum og 33% hjá lögaðilum. Samsvarandi
gildir skv. 2. mgr. 11. gr. um vexti og 2. mgr. 12. gr. um þóknanir.
Þegar ágóðahlutir samkvæmt ákvæðum 10. gr. eru skattlagðir bæði í landi
þess sem móttekur þá og í upprunalandinu, er komið í veg fyrir tvísköttun með
þeim hætti að heimilisfestarríkið leyfir sem frádrátt frá álögðum skatti á
eiganda ágóðahlutarins þann afdráttarskatt sem hann hefur mátt þola í
upprunaríkinu, sbr. 25. gr. Norðurlandasamningsins. Hvað Island varðar má
frádráttarfjárhæðin frá íslenskum skatti vegna þess tekjuskatts sem afdreginn er
í upprunaríkinu ekki vera hærri en sá hluti íslenska skattsins, reiknaður fyrir
slíkan frádrátt, sem lagður er á þær tekjur sem skattleggja má í upprunaríkinu,
sbr. b lið 4. mgr. 25. gr. samningsins.
Þetta skal skýrt nánar með eftirfarandi dæmi. Um er að ræða mann,
heimilisfastan á íslandi, sem á 250.000 kr. hlutabréf í dönsku hlutafélagi sem
greiðir 25.000 kr. arð á árinu 1997. Arður mannsins af íslenskum hlutabréfum
er á sama tímabili 100.000 kr.
28 Sjá sama, sama stað í kafla 3.2, bls. 3-4.
307