Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 83
Evrópusambandsins um móður- og dótturfélög frá 23. júlí 1990.27 Samkvæmt íslenskum skattalögum er hagnaður dótturfélags íslensks móðurfélags, sem áður hefur verið skattlagður, t.d. í Danmörku, skattlagður aftur á íslandi þegar hann er fluttur heim. Væri móðurfélagið heimilisfast í Noregi væri hagnaðurinn einungis skattlagður í Danmörku (hjá dótturfélaginu) en undanþeginn skatt- lagningu í Noregi samkvæmt fyrrgreindum norskum lögum. 12. og 3. mgr. er að fyrirmynd OECD tekið fram að viðkomandi skatthlutföll gildi einungis fyrir raunverulega eigendur ágóðahlutanna. Sama er gert í 11. og 12. grein varðandi vexti og þóknanir. I 4. mgr. áskilur Island sér rétt til að hækka íslenskan afdráttarskatt af ágóðahlutum frá íslandi í allt að hámarki 15% að svo miklu leyti sem slíkir ágóðahlutir hafa verið dregnir frá tekjum íslenska félagsins við álagningu skatts á það. Island er nú eitt Norðurlandanna sem leyfir slíkan frádrátt og þarf því eitt landanna að gera þennan fyrirvara, sbr. áður bæði Island og Noregur, sbr. 4. og 5. tl. 10. greinar gamla samningsins.28 Þá er það nýtt að Færeyjar nota í nýja samningnum sömu reglur og hinar þjóðirnar við skattlagningu milli móður- og dótturfélags. í 2. mgr. er það tekið fram að sé um að ræða arð af hlutabréfum sem tengjast atvinnustarfsemi eða sjálfstæðri starfsemi sem rekin er frá fastri atvinnustöð eða fastri stöð af erlendis heimilisföstum eiganda þeirra, þá gildi 1. og 3. mgr. ekki. í því tilfelli eru ágóðahlutir af slíkum bréfum skattlagðir hjá hinum erlendis búsetta aðila samkvæmt ákvæðum 7. eða 14. gr., eftir því sem við á, í því ríki sem fasta atvinnustöðin eða fasta stöðin er, sbr. 3.3.4.3 hér að framan, með skatthlutfallinu 40,88% hjá mönnum og 33% hjá lögaðilum. Samsvarandi gildir skv. 2. mgr. 11. gr. um vexti og 2. mgr. 12. gr. um þóknanir. Þegar ágóðahlutir samkvæmt ákvæðum 10. gr. eru skattlagðir bæði í landi þess sem móttekur þá og í upprunalandinu, er komið í veg fyrir tvísköttun með þeim hætti að heimilisfestarríkið leyfir sem frádrátt frá álögðum skatti á eiganda ágóðahlutarins þann afdráttarskatt sem hann hefur mátt þola í upprunaríkinu, sbr. 25. gr. Norðurlandasamningsins. Hvað Island varðar má frádráttarfjárhæðin frá íslenskum skatti vegna þess tekjuskatts sem afdreginn er í upprunaríkinu ekki vera hærri en sá hluti íslenska skattsins, reiknaður fyrir slíkan frádrátt, sem lagður er á þær tekjur sem skattleggja má í upprunaríkinu, sbr. b lið 4. mgr. 25. gr. samningsins. Þetta skal skýrt nánar með eftirfarandi dæmi. Um er að ræða mann, heimilisfastan á íslandi, sem á 250.000 kr. hlutabréf í dönsku hlutafélagi sem greiðir 25.000 kr. arð á árinu 1997. Arður mannsins af íslenskum hlutabréfum er á sama tímabili 100.000 kr. 28 Sjá sama, sama stað í kafla 3.2, bls. 3-4. 307
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.