Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 23
ákveða viðmiðunarlaunin miðað við nýjar aðstæður. Á sama hátt yrði tekju-
viðmiðun námsmanns, sem væri að ljúka starfsréttindanámi, eðlilegust miðað
við það starf, sbr. síðar í umfjöllun okkar um 8. gr. Við gerðum tillögu um að 2.
mgr. 7. gr. yrði rýmkuð þannig að mati verði beitt í þeim tilvikum þegar
viðmiðun við síðustu þrjú tekjuár fyrir slys þykir af einhverjum ástæðum ekki
réttmæt.
I 4. mgr. 7. gr. er ákvæði þess efnis, að ekki skuli miða við hærri árslaun en
4,5 millj. kr. Þeirri gagnrýni hefur verið hreyft, að þetta ákvæði valdi því að
fullar bætur fáist ekki í tilviki tekjuhás tjónþola. Reglan feli í sér frávik frá
grundvallarreglu, sem ekki sé eðlilegt að víkja frá.
Ekki er að fínna sérstaka skýringu á þessu ákvæði í frumvarpi til laganna.
Ætla má að rökin geti falist í því að ýmsir þeir, sem svo hárra tekna njóta hafi
þær einungis tímabundið. Er líði á starfsævina færist tekjur manna yfirleitt nær
meðallaunum. Sem dæmi var hér bent á sjómenn. Að þessu virtu gerðum við
ekki tillögu um breytingu hér á.
Þá lögðum við til, að sú breyting yrði gerð á 7. gr., sbr. 3. mgr. frumvarps-
draganna, að auk hámarkslaunaviðmiðunar yrði tekin upp í greinina lágmarks-
launaviðmiðun, sem miðaðist við 1.400.000 krónur á ári eða 116.667 krónur á
mánuði allt að 67 ára aldri. Lágmarkslaunaviðmiðunin lækki um 100.000
krónur fyrir hvert aldursár umfram 66 þar til 600.000 króna viðmiðunarlaunum
er náð, en lækki ekki eftir það. Við ákvörðun lokafjárhæðarinnar hefur m.a.
verið litið til fjárhæða sem tryggingafræðingar hafa haft til viðmiðunar við
útreikning á tjóni vegna heimilisstarfa. Framangreindar fjárhæðir miðast við
verðlag 1. júlí 1993.
Um nánari skýringar á þessu vísast til umfjöllunar hér á eftir um 8. gr., þar
sem fjallað verður um tölulegar forsendur og tengsl þeirrar greinar annars vegar
og 6. gr. hins vegar.
Bætur án vinnutekjuviðmiðunar
8. grein laganna er svohljóðandi:
8. grein laganna orðist svo:
Bætur til bama og tjónþola, sem að
vemlegu leyti nýta vinnugetu sína þannig að
þeir hafa engar eða takmarkaðar vinnutekjur,
skal ákvarða á grundvelli miskastigs skv. 4. gr.
Bætur skulu ákveðnar sem hundraðshluti af
bótum fyrir varanlegan miska eftir reglum 1.-
4. málsl. 1. mgr. 4. gr.
Þegar miskastig er minna en 15% greiðast
engar örorkubætur. Þegar miskastig er 15%,
18% eða 20% skulu örorkubætur vera 130%,
135% eða 140% af bótum fyrir varanlegan
miska.
Þegar miskastig er 25% em örorkubætur
150% af bótum fyrir varanlegan miska. Þegar
Bætur til barna og tjónþola, sem
að verulegu leyti nýta vinnugetu sína
þannig að þeir hafa engar eða tak-
markaðar vinnutekjur, skal ákvarða á
grundvelli örorkustigs samkvæmt 5.
gr. Bætur skulu ákveðnar eftir regl-
um 5.-7. greinar.
247