Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 65
Alþjóðlega lagalega tvísköttun má almennt skilgreina sem álagningu sambæri-
legra skatta í tveimur (eða fleiri) ríkjum á sama gjaldanda vegna sama efnisatriðis og
vegna sömu tímabila.5
Alþjóðleg lagaleg tvísköttun verður aðallega vegna þess að flest ríki skatt-
leggja ekki aðeins þær eignir og tekjur sem verða til innan landamæra þeirra,
heldur einnig tekjur og eignir sem eiga uppruna sinn eða staðsettar eru utan
þeirra. Gjaldandi með ótakmarkaða skattskyldu á íslandi og heimilisfastur þar
skal greiða tekjuskatt hér á landi af öllum tekjum sínum hvort sem þeirra er
aflað innanlands eða utan og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvort sem þær
eru staðsettar hér á landi eða erlendis, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 75/1981 um
tekjuskatt og eignarskatt (tskl.).6 Þá ber gjaldanda sem heimilisfastur er og
skattskyldur erlendis að greiða skatt á Islandi vegna nánar tiltekinna tekna sinna
hér á landi, sbr. 3. gr. tskl., sbr. ennfremur 19. og 20. gr. 1. nr. 4/1995 um
tekjustofna sveitarfélaga um útsvör (útsvl.). Fyrri reglan, sem byggir á megin-
reglunni um alheimstekjuskattlagningu,7 er nefnd heimilisfestarreglan en sú
síðari upprunalandsreglan. Þessar reglur eru grundvallarreglur varðandi inn-
lendar skattlagningarheimildir sem ekki er rúm til að fjalla frekar um í þessari
samantekt. Þegar fjallað verður um einstakar greinar Norðurlandasamningsins
hér á eftir, verður þó gerð einhver grein fyrir þeim ákvæðum í íslenskum
tekjuskattslögum sem heimila skattlagningu þeirra sem hafa takmarkaða
skattskyldu hér á landi eftir því sem við á.
Það er þó ljóst að þegar gjaldandi heimilisfastur á íslandi öðlast tekjur eða á
eignir í landi sem hefur sömu eða svipaðar skattlagningarreglur og ísland,
verður um skattlagningu í báðum löndunum að ræða. Þá verður tvísköttun
einnig þegar erlendur gjaldandi hefur tekjur frá íslandi eða á þar eignir og er
heimilisfastur í landi sem hefur sömu eða svipaðar skattlagningarreglur og gilda
á Islandi. Fleiri dæmi um alþjóðlega lagalega tvísköttun má nefna, t.d. þegar
gjaldandi er talinn með ótakmarkaða skattskyldu í tveimur löndum samtímis.
Tvísköttunarsamningum er ætlað að greiða úr flækjum af þessu tagi.
Lög um tvísköttun er grein af þeim meiði sem venjulega er kallaður alþjóð-
legur skattaréttur. Venjulega er það hugtak látið taka til allra alþjóðlegra og
innlendra skattaákvæða sem sérstaklega taka til aðstæðna er snerta landsvæði
fleiri en eins ríkis (cross-border situations).8
Tvísköttunarsamningar eru yfirleitt tvíhliða, þ.e. gerðir milli tveggja ríkja.
Tvísköttunarsamningur Norðurlanda hefur hins vegar þá sérstöðu að hann er
marghliða eða á milli 6 landa; íslands, Danmerkur, Færeyja, Finnlands, Noregs
5 Model Tax Convention On Income And On Capital, OECD, September 1996, Condensed
version, bls. 7.
6 Sjá nánar um skattskyldu, Jónatan Þórmundsson: „Skattskylda einstaklinga", Tímarit lögfræð-
inga, 1. hefti 1982, bls. 2-29.
7 Thpger Nielsen: Indkomstbeskatning I 1965, bls. 237 og áfram.
8 Klaus Vogel: On double taxation conventions, Kluwer 1991, Holland, bls. 3.
289