Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 14
Á það hefur verið bent, að ekki séu rök fyrir lækkun miskabóta um helming á aldursbilinu 60-69 ára. Ekki er gefin skýring á þessari lækkun í athuga- semdum með frumvarpi til laganna. I riti Jóns Erlings Þorlákssonar, trygg- ingafræðings, frá júní 1995, „Slysabætur og íslensk skaðabótalög“ (bls. 43) er bent á, að sé ákvæðið hugsað þannig að hinn yngri búi lengur við áverka en sá, sem er eldri, dugi það ekki sem röksemd. Þá ættu bætur að lækka jafnt og þétt eftir aldri, en ekki aðeins á hinu umrædda aldursbili. Þvert á móti megi rök- styðja það, að miskabætur eigi ekki að lækka með aldri vegna þess að aðlög- unarhæfni manna minnki með árunum. Þessar bætur séu nokkurs konar mann- gjöld, sem eigi að vera óháð aldri. Við féllumst á þá skoðun, að óeðlilegt væri að lækka bætur svo mikið á svo stuttu aldursskeiði. Við töldum því rétt að greininni yrði breytt þannig að halli sá, sem greinin kveður á um, minnki. Við gerðum að tillögu okkar, að bætumar lækki um 1% fyrir hvert ár á aldrinum 50-74 ára og bætur fyrir 100% miska endi þar með í þremur milljónum króna. Þá lögðum við jafnframt til, að breytt yrði framsetningu á 2. mgr. 4. gr. þannig, að lækkun bóta fyrir varanlegan miska yrði lýst í töfluformi, sem yrði hluti sjálfs lagatextans. Er það í samræmi við tillögur okkar hér á eftir um framsetningu á 6. gr. Loks skal hér vakin athygli á lokamálslið 1. mgr. 4. gr., en samkvæmt honum skulu engar bætur greiddar þegar varanlegur miski er metinn minni en 5%. Þetta ákvæði hefur sætt gagnrýni sem felst í því, að ekki séu rök til þess að fella niður bótarétt þess, sem hlýtur varanlegan miska, sem þó mælist minni en 5%.6 Þetta lágmark hljóti jafnframt að leiða til þess í reynd, að minni miski en 5% verði í einhverjum tilvikum metinn upp í 5%, svo bætur falli ekki niður með öllu. Fremur mun fátítt, að læknisfræðileg örorka vegna afleiðinga slyss, sé metin lægri en 5%. Slíkt getur þó orðið t.d. þegar slasaði missir framan af fingri. Þótt tilvikin séu fá felur það eitt, að okkar dómi, ekki í sér rök til að svipta slíka tjónþola bótarétti. Miskabætur í þessum tilvikum yrðu lágar. Við féllumst heldur ekki á rök um að af hagkvæmnisástæðum sé rétt að greiða engar bætur fyrir lægri varanlegan miska en 5%. Þá töldum við ekki heldur rétt að ofbæta lítinn varanlegan miska með því að færa hann upp í 5%. Það leiðir til ósamræmis. Við gerðum því tillögu um að 5% lágmarkið yrði afnumið. Varanleg örorka 5. gr. Valdi líkamstjón, eftir að ekki er að vænta þess að tjónþoli nái frekari bata, varanlegri skerðingu á getu til að afla vinnutekna á tjónþoli rétt á bótum fyrir varanlega örorku. Þegar tjón vegna örorku er metið skal líta til þeirra kosta sem tjónþoli á til að afla sér tekna með vinnu sem sanngjamt er að ætlast til að hann starfi við. 6 Jón Erlingur Þorláksson, tilvitnað rit bls. 42-43. 238
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.