Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 70
landanna nema íslands sæti í þeim hópi. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 1969 að forsendur væru ekki fyrir hendi til að hafa marghliða tvísköttunarsamning milli aðildarrikja EFTA og var því horfið frá þeirri hugmynd.16 Norðurlöndin héldu áfram að vinna að hugmyndinni að marghliða skattasamningum sín á milli og varð sú vinna til þess að undirritaður var samningur milli þeirra um aðstoð í skattamálum þann 9. nóvember 1972, sbr. Stjórnartíðindi A, nr. 111/1972. Haustið 1972 var ákveðið að vinna að uppkasti að marghliða samningi milli Norðurlandanna til að koma í veg fyrir tvísköttun. Samningsuppkastið byggði á samningsdrögum OECD frá 1963 og hinum ýmsu ákvæðum sem var að finna í gildandi tvíhliða tvísköttunarsamningum milli landanna. Reynt var að fylgja samningsfyrirmyndum OECD eftir því sem unnt var fyrst frá 1963 og síðan frá 1977 og byggt var einnig á þeirri vinnu sem unnin hafði verið innan EFTA. Þessari vinnu og samningaviðræðum lauk með því að undirritað var samnings- uppkast á sænsku milli Norðurlandanna í júní 1980.1 framhaldi af því var fyrsti Norðurlandasamningurinn til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir undirritaður í Helsinki 22. mars 1983 og gekk hann í gildi 29. desember sama ár, sbr. Stjórnartíðindi C, nr. 6 og 14 1983. Norræni samn- ingurinn leysti af hólmi tvíhliða tvísköttunarsamninga Islands við Svíþjóð frá 1964, við Noreg frá 1966, við Danmörku frá 1970 og við Finnland frá 1972.17 Annar tvísköttunarsamningur Norðurlandanna var undirritaður 18. febrúar 1987, sbr. Stjómartíðindi C, nr. 8/1987. Þriðji samningurinn var undirritaður 12. september 1989 svo sem áður greinir. Samningaviðræður um endurskoðun á þeim samningi hófust í júní 1995 og voru drög að samningnum undirrituð (parafered) í Þórshöfn í Færeyjum 13. júní 1996. Nýi Norðurlandasamn- ingurinn, sem undirritaður var í Helsinki 23. september 1996 og leysir gamla samninginn frá 1989 af hólmi, er þannig fjórði tvísköttunarsamningurinn milli Norðurlandanna.18 3.2 Uppbygging samningsins Tvísköttunarsamningur Norðurlanda er í aðalatriðum byggður upp á sama hátt og tvíhliða samningar. í 1. grein er fjallað um þá aðila sem samningurinn nær til og í 2. grein þá 16 Edward Anderson, Nils Mattsson, Aage Michelsen og Fredrik Zimmer: Det nordiska skatteavtalet nied kommentarer, andra upplag, 1990, bls. 19-21. 17 Um þessa eldri samninga (að undanteknu Finnlandi) sjá Benedikt Sigurjónsson: „Tvísköttunar- samningar", Úlfljótur, 2. tbl. 1971, bls. 106-111. 18 Auk þeirra heimilda sem sérstaklega er vísað til í þessum kafla er við umfjöllunina um nýja Norðurlandasamninginn stuðst við athugasemdir með eftirtöldum norrænum lagafrumvörpum til staðfestingar á samningnum: Danmörk, Lovforslag nr. L 122 Folketinget 1996-1997; Finnland, Regeringens proposition til Riksdagen RP 153/1996 rd; Noregur, forslag til proposisjon til Stortinget St prp nr. 5 1996-1997 og Svíþjóð, Regeringens proposition 1996/97:44. 294
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.