Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 100

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 100
Félagsmenn eru hins vegar rétt um 890 og skýrist mismunur á því að nýút- skrifaðir lögfræðingar greiða ekki félagsgjald fyrsta árið eftir útskrift. Inn- heimta árgjalds hefur gengið með svipuðum hætti og síðustu ár eins og ársreikningar félagsins, sem kynntir verða hér á eftir, bera með sér. Stöðugt er unnið í innheimtu eldri félagsgjalda, en þó ekki með nægilega góðum árangri. Félagsmenn sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. 11. Lokaorð Skýrsla þessi sýnir að starfsemi félagsins var í hefðbundnum skorðum á því starfsári sem nú er að líða. Jafnframt var bryddað upp á því nýmæli að efna til fræðaferðar til útlanda sem hlaut mikinn hljómgrunn meðal félagsmanna og fór þátttakan fram úr björtustu vonum. Á starfsárinu var brugðist við sífellt dræmari fundarsókn á fræðafundi félagsins með því að halda morgunverðar- fundi í stað kvöldfunda. Sú breyting byggðist m.a. á niðurstöðu viðhorfs- könnunar meðal félagsmanna sem gerð var á málþingi félagsins haustið 1996. Af þátttöku félagsmanna í morgunverðarfundum starfsársins verður ekki annað ráðið en að þessi tími henti fólki yfirleitt betur því á flestum þeirra voru þátttakendur um og yfir 40 talsins. Einnig var í tilraunaskyni gripið til tækn- innar og félagsmenn sem höfðu netheimilisföng minntir á fræðafundi með netsendingum. Virtist það gefa góða raun. Stjóm félagsins hefur haft til skoð- unar að setja upp heimasíðu fyrir félagið og er það mál á undirbúningsstigi. Á síðunni verða upplýsingar um félagið, stjóm og starfsmann, opnunartíma skrif- stofu, fræðafundi framundan auk tenginga við upplýsingar á lögfræðisviði annars staðar á netinu. Loks ber að geta þess að Lögfræðingafélagið verður 40 ára 1. apríl 1998. Þeirra tímamóta þarf að minnast með verðugum hætti. Eg hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs sem formaður Lög- fræðingafélags íslands. Ég hef átt sæti í stjóm lögfræðingafélagsins um átta ára skeið, fyrst sem gjaldkeri, síðan sem varaformaður og loks sem formaður síðustu þrjú árin. Ég á góðar minningar og ánægjulegar um störfin í stjóminni þessi átta ár, fyrst undir formennsku Garðars Gíslasonar og síðan Gunnlaugs Claessen og hverf úr stjóminni með söknuði. En mál er að linni og tímabært að gefa nýju fólki tækifæri til að veljast til ábyrgðar í félaginu. Ég vil að lokum þakka samstjómarmönnum mínum og framkvæmdastjóra félagsins fyrir góða samvinnu og ánægjuleg kynni. Félagsmönnum öllum þakka ég fyrir þátttöku í félagsstarfinu. Öflug þátttaka félagsmanna er forsenda fyrir árangursríku starfi í félaginu. Ég árna Lögfræðingafélagi íslands allra heilla á komandi tímum. Dögg Pálsdóttir 324
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.