Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 10
3. SKAÐABÓTAREGLUR í ÖÐRUM LÖNDUM
Við undirbúning álitsgerðar okkar til allsherjamefndar könnuðum við eftir
föngum reglur um skaðabætur fyrir líkamstjón á Norðurlöndum og í löndum
Evrópusambandsins. Þá öfluðum við gagna um samanburð á bótafjárhæðum frá
hinum bótaskylda eftir löndum miðað við tiltekin tilbúin dæmi um örorkutjón.1
Eins og bent var á í greinargerð með frumvarpi til skaðabótalaga nr. 50/1993
höfðu verið sett skaðabótalög á hinum Norðurlöndunum áður en svo var gert
hér á landi. í greinargerðinni kemur einnig fram að bótafjárhæðir frumvarpsins
séu ákveðnar að danskri fyrirmynd.2
Þar sem deilur um íslensku skaðabótalögin hafa aðallega snúist um marg-
földunarstuðulinn í 1. mgr. 6. gr. laganna er rétt að taka fram að einungis dönsku
skaðabótalögin, auk hinna íslensku, fela í sér reiknireglu (margföldunarstuðul)
um hvernig fjártjón vegna varanlegrar örorku skuli reiknað. í skaðabótalögum
Finna, Norðmanna og Svía eru ýmsar almennar reglur um stofnun skaðabóta-
ábyrgðar og ákvörðun skaðabóta vegna líkamstjóns. Engum stöðluðum reikni-
reglum er hins vegar til að dreifa eins og í dönsku og íslensku skaðabótalög-
unum. Þó er það meginreglan samkvæmt norsku lögunum að örorkubætur til
barna eru staðlaðar á grundvelli læknisfræðilegs örorkumats.
I Danmörku hafa skaðabótalögin verið gagnrýnd og því verið haldið fram að
reikniregla laganna leiði til þess að þeir sem fái framtíðartekjutjón sitt einungis
bætt á grundvelli þeirra laga fái ekki fullar bætur fyrir fjártjón sitt. Hefur verið
bent á að margfeldisstuðull laganna, sem er 6, hafi verið ákveðinn miðað við
framtíðarávöxtun sem byggð hafi verið á markaðsnafnvöxtum á þeim tíma sem
lögin voru sett, en þeir munu hafa verið milli 15 og 20% á ári.3 Gagnrýnendur
hafa bent á að slík ávöxtun verðtryggðs höfuðstóls til frambúðar sé ekki
möguleg og margfeldisstuðulinn eigi að ákvarða út frá mögulegri raunávöxtun
höfuðstólsins, þ.e. verðmætisaukningu hans að teknu tilliti til verðlags- eða
launabreytinga. Má segja að niðurstöðumar í H 1984 917 og H 1995 937 um að
miða beri framtíðarávöxtun við raunvexti en ekki nafnvexti, sé í samræmi við
þessa skoðun.
I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt reglugerð nr.
210/1978 sem sett er með heimild í dönsku atvinnuslysatryggingalögunum
(Arbejdsskadeforsikringsloven nr. 390/1992) er margföldunarstuðullinn til
1 Sjá ritin Personal Injury Awards in EC Countries í samantekt ensku lögfræðinganna David
Mclntosh og Marjorie Holmes, útg. af Lloyd’s of London Press Ltd, Davies Amold Cooper, í
London 1990 og Personal Injury Avvards in EU and EFTA Countries í samantekt sömu höfunda
sem útg. var af sama aðila í London 1994.
2 Frumvarp til skaðabótalaga. Alþingistíðindi 1992-1992. A-deild, þingskjal 596, bls. 3621.
3 í upphaflegri gerð frumvarps til dönsku skaðabótalaganna var margfeldisstuðullinn 5. Sá stuðull
var miðaður við 20% framtíðarávöxtun. Nafnvextir lækkuðu áður en frumvarpið varð að lögum og
leiddi það til hækkunar stuðulsins í 6. Sjá um þetta grein dr. jur. Bo von Eyben, „Lovgivning om
erstatningsudmáling" í Ugeskrift for Retsvæsen 1984, afdeling B, bls. 97-105 (100). Sjá einnig
ritið Erstatningsansvarsloven med kommenter eftir Anders Vinding Kruse og Jens Möller, 3.
útg. 1993, bls. 152-153.
234