Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 71
Með hliðsjón af þessu er ekki úr vegi að ætla að sérstök lögskýringarsjónar- mið ættu við í skattarétti t.d. að skattalög séu ávallt skýrð skattaðila í hag. í úrskurði yfirskattanefndar nr. 928/1993 kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að með hliðsjón af 40. gr. stjórnarskrárinnar ætti óvissa um skýringu tiltekins laga- ákvæðis að leiða til þess að vafinn væri skýrður skattaðila í hag." Almennt hefur þó ekki verið talið að slík regla gildi og að dómstólar beiti almennum lög- skýringarsjónarmiðum í skattarétti til að ná sem eðlilegastri niðurstöðu.12 Fjárhagsleg ráðstöfun getur beinst að því að komast hjá íþyngjandi lagareglu og með því að beita rýmkandi skýringu eða lögjöfnun væri niðurstaðan sú að lagareglan næði yfir tilvikið. Ráðstöfun getur einnig beinst að því að komast undir ívilnandi lagareglu t.d. frádráttarreglu og hefði þrengjandi lögskýring þau áhrif að atvikið teldist ekki falla undir regluna. Því hefur verið haldið fram að þegar svo stendur á, sem hér er nefnt, væri tilhneiging skattyfirvalda og dóm- stóla frekar sú að beita þeirri lögskýringu sem kæmi í veg fyrir að menn kæmust hjá að greiða skatt ef fyrir lægi að það væri eini tilgangur ráðstöfunarinnar.13 Við lögskýringu er stundum greint á milli skýringar (tolkning) og heimfærslu (subsumption).14 Með skýringu er átt við að ákvarða efni lagareglna sem slíkra to be given some other meaning simply because their object is to frustrate legitimate tax avoidance devices ... moral precepts are not applicable to the interpretation of revenue statutes. Secondly ... one has to look merely at what is clearly said. There is no room for any intendment. There is no equity about a tax. There is no presumption as to tax. Nothing is to be read in, nothing is to be implied. One can look fairly at the language used. Thirdly, the object of the construction of a statute being to ascertain the will of the legislature it may be presumed that neither injustice nor absurdity was intended. If therefore a literal inter- pretation would produce such a result, and the language admits of an interpretation wich would avoid it, then such an interpretation may be adopted. Fourthly, the history of an enactment and the reason which led to its being passed may be used as an aid to construction". Sjá Jan Pedersen: Skatteudnyttelse 1991, bls. 129. 11 Sjá hér og sérstaklega H 1994 2912 er snertir skýringu á ákvæðum skattalaga um sjómanna- afslátt. Minnihluti Hæstaréttar taldi rétt að skýra undanþáguákvæði frá skattlagningu þröngt vegna grundvallarreglna um jafnræði við skattlagningu, en Hæstiréttur féllst á að hafnsögumenn stunduðu sjómannsstörf í skilningi ákvæða skattalaga um sjómannaafslátt, og má segja að hann hafi skýrt undanþáguákvæðið rýmkandi skýringu. 12 Helgi V. Jónsson: „Frádráttur frá tekjum við ákvörðun tekjuskattsstofns“. Úlfljótur, tímarit laganema. 4. tbl. 1993, bls. 323. Þessi niðurstaða er í samræmi við danskan rétt, sbr. Bent Cristen- sen: Forvaltningsret, Ogaver, hjemmel, organisation. Útg. 1997, bls. 224-225; J.O. Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten I. 1995, bls. 90 o.áfr. og Ole Björn o.fl.: Lærebog om indkomstskatt. 1994, bls. 37 o.áfr. 13 Ole Björn o.fl.: Lærebog om indkomstskatt. 1994, bls. 40. Sjá einnig Magnus Aarbakke: „Omgáelse av skatteregler som rettsanvendelsesproblem". Lov og rett. 1970, bls. 1 o.áfr., sem telur að skattasniðganga sé lögskýringarvandamál. 14 Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar. 1995, bls. 1; Torstein Eckhoff: Retskildelære. 1997, bls. 32-35. Ármann Snævarr gerir ekki slíkan greinarmun í Almennri lögfræði. Davíð Þór tekur fram að þessi aðgreining skýring/heimfærsla hafi ekki mikla þýðingu í íslenskum rétti og naumast þörf á að halda í hana í greinargerð um lögskýringar fyrir íslenskum dómstólum og fjallar hann um þetta í einu lagi. Davíð telur þó að gildi þessarar aðgreiningar hafí aukist með aðild íslands að Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, þar sem íslenskir dómstólar geti leitað álits EFTA-dómstólsins um skýringu á EES-reglum, þ.e. hvert efni hennar sé. Það er aftur á móti ekki unnt að leita álits á því hvort staðreyndir máls eru með þeim hætti að falla eigi undir tiltekna reglu. 223
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.