Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 5
I lögunum er kveðið á um réttindi og skyldur réttargæslumanns, þar á meðal
að þóknun hans greiðist úr ríkissjóði og teljist til sakarkostnaðar. Of langt mál
yrði að fjalla sérstaklega um þessi ákvæði laganna hér á þessum vettvangi, en
þó er rétt að fara nokkrum orðum um þóknun réttargæslumanns. Að sjálfsögðu
er hér um að ræða aukinn kostnað fyrir ríkissjóð því að sakarkostnaður greiðist
yfirleitt illa. Við því er að sjálfsögðu ekkert að segja, réttaröryggið kostar
gjaman sitt.
Það er ýmist dómari eða lögregla sem ákveður þessa þóknun. Sé réttargæslu-
maður brotaþola hinn sami við rannsókn máls og við meðferð þess fyrir dómi
ákveður dómari þóknun í einu lagi. Annars ákveður lögregla þóknun þess sem
var réttargæslumaður við rannsóknina. Þóknun réttargæslumanns greiðist úr
ríkissjóði, en telst til sakarkostnaðar, og er hér um sömu reglu að ræða og þegar
verjandi á í hlut.
Nokkrar starfsvenjur og viðmiðanir hafa skapast um ákvörðun þóknunar
verjanda í opinberum málum. Þessi þáttur í rekstri opinberra mála þarf þó að
vera, og reyndar er, í nokkurri endurskoðun þótt ekki verði sagt að sú endur-
skoðun sé stöðug. Eðlilegt starfssvið verjanda er nokkuð vel þekkt og víst er að
í ýmsum tilvikum er vinna verjanda bæði erfið og tímafrek. Verjandi þarf að
afla gagna, boða vitni, undirbúa yfirheyrslur og málflutning og ýmislegt fleira
er í hans verkahring. Verjandi þarf að sinna hagsmunum skjólstæðings síns með
ýmsum öðrum hætti, sjálfsagt á svipaðan veg og réttargæslumaður sinnir hags-
munum skjólstæðings síns, en því má ekki gleyma að sakaðir menn eru oft
ungir að árum.
Starfssvið réttargæslumanns er hins vegar í mótun og vera kann að þeir sem
eru tiinefndir og skipaðir réttargæslumenn hafi misjafnar skoðanir á því hvert
það er og hversu víðtækt. Um það hefur engin sérstök umræða farið fram. Hins
vegar hafa heyrst raddir lögmanna sem halda því fram að réttargæslumenn eigi
að vera jafnsettir verjendum að því er þóknun varðar. Eflaust má færa góð rök
fyrir þeirri skoðun.
Breytingarlögin eru tiltölulega fáorð um skyldur og réttindi réttargæslu-
manna og er varla á öðru von og ekkert við því að segja. Eðlilegast væri að um
störf réttargæslumanna sköpuðust venjur sem byggðust á því að brotaþolar fái
góða þjónustu sem þó verður að vera innan skynsamlegra marka og að þessi
þjónusta sé sem jöfnust hver svo sem á í hlut. Þó verður að hafa í huga að
þarfirnar kunna að vera mismunandi. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þessi
vinna verður eins krefjandi og vinna verjenda og hvort sömu sjónarmið eiga að
gilda um ákvörðun þóknunar fyrir þessi störf.
Því ber að fagna að staða brotaþola hefur verið verulega styrkt. Það þarf síðar
að skoða að fenginni reynslu hvort nóg hefur verið að gert og hvort ástæða er
til að ganga lengra.
I breytingarlögunum eru ákvæði um skýrslutöku af brotaþola yngri en 18 ára
þess efnis að beinist rannsókn að broti á XXII. kafla almennra hegningarlaga,
285