Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 6
og brotaþoli hefur ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn máls hefst, ber lögreglu að leita atbeina dómara sem sér um að taka skýrslu af brotaþolanum. I þessum tilvikum getur dómari kvatt kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku. Þessar skýrslur ber að taka upp á myndband sé þess kostur. Hér er um að ræða nýmæli að því leyti að áður var þeim sem stýrði rannsókn heimilt að leita til dómara um skýrslutöku fyrir dómi á nreðan mál var í rannsókn, t.d. þegar um börn var að ræða, en nú skylt í ákveðnum tilvikum. Þá er það nýmæli að dómari geti kvatt til kunnáttumann sér til aðstoðar. Segja má að þessar breytingar á lögunum um meðferð opinberra mála hefði þurft að ræða rækilega meðal þeirra sem að þessum málum koma áður en í þær var ráðist. Hugmyndin sem að baki býr er góð og gild, þ.e. að hlífa barni við að koma oftar en einu sinni fyrir yfirvald til að gefa skýrslu vegna brots sem talið er beinast gegn því. Hins vegar er afar hæpið að láta sömu reglur gilda um börn og unglinga að þessu leyti. A hinum Norðurlöndunum, þar sem sérreglur af þessu tagi eru í gildi, er aldurshámarkið hvergi hærra en 14 ár. Þá hefðu regl- urnar um réttarstöðu sakbornings við yfirheyrslur þessar þurft að vera skýrari. Ennfremur má benda á að æskilegt hefði verið að í lögunum væri ákvæði um það hvort dómara er heimilt að stýra yfirheyrslu úr annarri vistarveru en þeirri þar sem yfirheyrslan fer fram, þ.e.a.s. hvort nægilegt er að kunnáttumaður, þegar hann er kallaður til, sé einn með þeim sem skýrsluna gefur. Þá er ljóst að æskilegt hefði verið að dómstólarnir hefðu fengið rýmri tíma til þess að undirbúa framkvæmd þessarar lagabreytingar og móta aðferðir við hana. A það jafnt við þekkingaröflun og sérbúnað fyrir þessar yfirheyrslur. Sérbúið húsnæði var fyrir hendi í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið var að koma þar fyrir tækja- búnaði þegar lögin tóku gildi. I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2000 er gert ráð fyrir fjárveitingu til þess að koma upp aðstöðu í Héraðsdómi Norðurlands eystra og Héraðsdómi Reykjaness fyrir þessar sérstöku yfirheyrslur, þannig að í rétta átt miðar. Nú vill svo vel til að dómsmálaráðherra hefur boðað heildarendurskoðun á lögunum um meðferð opinberra mála. Ljóst er að þau nýmæli sem breytingar- lögin nr. 36/1999 hafa að geyma er rétt að endurskoða að fenginni reynslu, jafnt sem lögin um meðferð opinberra mála að öðru leyti. Rétt er að leggja áherslu á það, þótt við blasi að ýmislegt þurfi að laga við meðferð opinberra mála, þá er þörfin ekki svo brýn að viðhafa þurfi sama flýti og þegar breytingarlögin voru sett. Þvert móti er full ástæða til þess að efna til umræðu um æskilegar breyt- ingar og nauðsynlegt er að sem flestir komi að henni. 286
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.