Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 13
séu í einhverjum fílabeinsturni. Þeir virðast gera lítinn greinarmun á störfum dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins. I norskri rannsókn frá nóvember 1996 var leitast við að fá fram afstöðu, reynslu og væntingar fjölmiðlamanna til Hæstaréttar Noregs. Þar var rætt við nokkra fjölmiðlamenn, sem virtust valdir úr hópi venjulegra fréttamanna þeirra fjölmiðla sem taka verður alvarlega. Samkvæmt rannsókninni virðast þeir bera mikla virðingu fyrir stofnuninni og mikilvægi þeirra málefna sem hún á að leysa. Þeir virðast hafa skilning á því að samskipti fjölmiðla og dómstólanna verða að vera á þann hátt að ekki dragi úr trausti almennings á dómstólunum. Þeir sýna skilning á sérstöðu dómstólanna meðal valdhafa ríkisins. Þeir hafa þá tilfinningu að Hæstiréttur Noregs sé fjarlæg stofnun sem verði að reikna með því að lenda í framtíðinni meira en hingað til í kastljósi fjölmiðlanna. Ég hef ekki rekist á sambærilega könnun frá hinum Norðurlöndunum, en lrklega má gera ráð fyrir að nokkuð ámóta niðurstaða yrði úr könnunum þar. Fjarlægð milli dómstóla og fjölmiðla getur þó verið minni á Islandi en í hinum ríkjunum vegna fámennis þjóðarinnar. Margir fjölmiðlamenn á Islandi þekkja einhvern dómara og hafa einhver samskipti við hann. 4. ÞARF AÐ BREGÐAST VIÐ AUKNUM SKRIFUM FJÖLMIÐUA UM DÓMSMÁL? Það hlýtur að vera hlutverk dómsmálastjórnarinnar (dómsmálaráðuneytis eða dómstólaráðs) og einstakra dómara að varðveita ímynd dómstólanna. Beri almenningur ekki traust til þessara stofnana og úrlausna þeirra koma þeir þjóðfélaginu líkast til að takmörkuðu gagni og gegna tæpast hlutverki sínu sem endanlegt úrskurðarvald. Sátt ríkir þá ekki um niðurstöður þeirra, reynt er að komast hjá að hlýða þeim og tilraunir eru gerðar til að hnekkja þeim með öllu móti. Þinghöld dómstóla eru háð fyrir opnum tjöldum, auðvelt er oftast að nálgast þau skjöl er leggja grundvöll að málsókn, ákæruskjal opinbers máls og stefnu og greinargerðir einkamáls og dómar birtast í dómasöfnum, tímaritum, CD-rom geisladiskum og á Netinu. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi dómstóla eiga því ýmissa kosta völ. Það getur hins vegar kostað tíma og fyrirhöfn sem hinn al- menni borgari leggur oftast ekki í. Það vill því verða fjölmiðlanna, á þessu sviði sem öðrum, að afla og veita straumi upplýsinga um þjóðfélagið. Margir þeirra telja það líka eitt sitt helsta hlutverk þótt aðrir leggi höfuðáherslu á að berjast fyrir ákveðnum málstað eða að leggja mönnum til afþreyingu. Það skiptir því máli hvort og hvemig fjölmiðlarnir segja frá niðurstöðum dómstólanna og hvaða mynd þeir gefa af þeim, a.m.k. þeir fjölmiðlar sem teknir eru alvarlega. ímynd dómstólanna ræðst þó ekki eingöngu af þeirri mynd sem fjölmiðlamir gefa, heldur einnig af störfum dómara og lögmanna. Þegar litið er til þess hvemig viðhalda og bæta á ímynd dómstólanna má því ekki einblína um of á þátt fjölntiðla heldur skoða hvað dómarar geta gert, bæði einir sér og í samvinnu við lögmenn. Lögmennirnir verða, svo sem flestir þeirra gera, að 293
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.