Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 15
í störfum. Með sýnilegri hlutlægni á ég við það, að ekki sé nægilegt að innan dómstóls ríki vissa um hæfi dómara til meðferðar máls, heldur einnig að ekki verði með sanngjörnum hætti bomar á það brigður af utanaðkomandi aðilum. Hlutlægnin á að vera sýnileg. Umræðan mun vera nokkuð lík á hinum Norður- löndunum. Settar eru fram tillögur um að skilja dómsmálastjómina sem mest frá framkvæmdavaldinu, settar eru á fót umsagnamefndir uni laus dómara- embætti og aganefndir innan dómsmálastjórnarinnar, sem bregðast eiga við sé kvartað undan framkomu og störfum einstakra dómara. Þá eru settar fram til- lögur að reglum sem létta eiga almenningi og fjölmiðlum aðgang að dómstólum og auðvelda þeim síðamefndu að segja rétt og greinilega frá gangi dómsmála. Framangreindar tilraunir til að styrkja ímynd dómstólanna koma hins vegar að litlu gagni ef starfsfólk þeirra hefur neikvæða afstöðu til fjölmiðla og ef það er ekki gert að hluta af starfsumhverfi þess að liðsinna fjölmiðlafólki við frétta- öflun. Þá þarf að haga starfseminni á þann veg að sem auðveldast sé að kynna sér meðferð mála og niðurstöður þeirra. Ekki þarf alltaf lagabreytingar til þess að bæta þar um heldur breytt og bætt starfsumhverfi. Hæstiréttur Islands hefur frá 1993 kveðið upp dóma sína vikulega í fyrir fram boðuðu þinghaldi og hefur þá tilbúin endurrit þeirra dóma sem tilkynnt hefur verið um að séu til uppsögu. Aðstoðarmenn dómara hafa fyrr um daginn svarað fyrirspumum þeirra frétta- manna, sem áhuga hafa, um það hvaða mál þetta séu, hvar héraðsdómana sé að finna og jafnvel bent á hvað sé athygliverðast. Strax eftir uppkvaðningu eru dómamir svo birtir á heimasíðu Hæstaréttar. Þessu hefur verið vel tekið af lög- mönnum og fjölmiðlamönnum þeim sem reifa dómsúrlausnir fyrir stærstu fjöl- miðlana. Þótt dómarar tjái sig ekki um niðurstöðu dómsmála er ekkert því til fyrirstöðu að aðrir starfsmenn dómstóla aðstoði fjölmiðla við að fá sem besta og skýrasta mynd af niðurstöðu dómsmáls. Þessi aðferð, sem hér hefur verið lýst, hefur smám saman bætt frásagnir af einstökum úrlausnum, en auðvitað má laga þessa tilhögun. Þá verða dómstólar að hafa ákveðna stefnu varðandi myndatökur í þinghöldum. Sjálfsagt er að koma til móts við fjölmiðla um mynd- efni en það má ekki gerast á kostnað þeirrar reglu sem halda verður uppi í þing- höldum. í Hæstarétti íslands hefur verið leyft að taka myndir og taka upp sjón- varpsefni í upphafi þinghalds, en eftir það hefur slíkt ekki verið heimilað á þeim grunni að það myndi hafa truflandi áhrif á störf dómstólsins. Héraðsdómstólar á íslandi munu framfylgja svipaðri reglu. Hefur þetta ekki valdið ágreiningi við fjölntiðla. Erfiðara hefur reynst að móta reglur um myndatökur og upptöku sjónvarpsefnis í dómhúsum utan þingsala. Hafa einhverjir árekstar orðið um þetta án þess að það hafi verið gert að réttarágreiningi. Þótt viðhorf einstakra fjölmiðlamanna geti batnað við aðgerðir sem bæta starfsaðstöðu þeirra, virðist það ekki nægjanlegt. Þeir fréttamenn sem í dagleg- um störfum sínum hafa samskipti við dómstólana virðast ekki ráða umfjöllun fjölmiðla um dómstóla og dómsmál nema takmarkað. Það þarf því einnig að verða í verkahring einhvers innan dómstóls eða dómsmálastjómarinnar að hafa frumkvæði að því að kynna málefni dómstóla og svara þeint ádeilum sem þörf 295
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.