Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 16
er á að leiðrétta. Vandinn er hver á að gera þetta og hvemig á að haga þessu. Það sýnist eiga að vera í verkahring yfirstjórnar hvers dómstóls og dómstóla- stjórnarinnar að sjá um þessi mál, en heppilegt getur reynst að láta einhvern annan en dómara annast um þessa hlið mála. Líklegast verður þessu helst þannig fyrirkomið að framkvæmdastjóri eða skrifstofustjóri annist kynningar á viðkomandi dómstól og störfum hans meðfram öðrum störfum sínum og þá í samráði við forseta dómstólsins. Upplýsingarnar sem gefnar eru geta verið um gang einstakra mála en einnig almenn kynning á dómstólnum, útskýring á starf- semi hans og ítarlegar skýrslur um árangur þeirra starfa. Reyna verður að kom- ast hjá því að svara ádeilum einstaklinga beint og forðast að lenda í einhverju karpi við einstaka menn. I skýrslum um starfsemina þurfa að koma fram upp- lýsingar um fjölda afgreiddra mála, hversu mörg eru óafgreidd, hversu langan tíma tók að afgreiða þau, hvað af þeim tíma fór til undirbúnings lögmanna, hvað langur tími leið til aðalflutnings máls og hversu lengi dómarinn/dómar- arnir voru síðan að semja dóm. Það getur verið vandasamt og tímafrekt starf að gefa upplýsingar um dómsmál og svara ádeilum á dómstólana, en sá tími virðist liðinn að dómstólar geti látið hjá líða að svara ádeilum í fjölmiðlum. Virðist ekki hjá því komist að huga betur að slíkum störfum í framtíðinni innan dóm- stólanna. Það hlýtur hins vegar að vera dómsmálastjórnarinnar að huga að al- mennri fræðslu og kynningu á dómskerfinu og hlutverki þess, meðal almenn- ings og ákveðinna hópa sem láta sig starfsemi þess varða, almennt eða á ákveðnum sviðum. (Hæstiréttur Islands hefur nú komið sér upp heimasíðu og gefið út bækling til almennrar kynningar á starfsemi sinni.) 6. NIÐURLAG Dómurum sem öðrum getur gengið illa að sætta sig við óvægnar árásir á störf sín, sem þeir vita oft manna best að þeir hafa vandað eftir bestu getu. Oftast eru líka litlar eða engar ástæður fyrir þessum árásum, þótt auðvitað megi alltaf gera betur. Vissulega getur verið gott í slíkum tilvikum að hugsa til þess að almenn- ingur treystir fjölmiðlum misjafnlega og sér oft, a.m.k. að lokum, í gegnum það moldvirði sem þyrlað hefur verið upp. Málin sem dómskerfið fjallar um eru hins vegar viðkvæm, skoðanir eru skiptar og aðilar telja úrlausn dómstóla skipta miklu. Ekkert er því við það að athuga að um þau sé fjallað opinberlega og jafn- vel deilt á einstakar úrlausnir. Löggjöfin, sem dómur verður að byggjast á, getur einnig verið ófullkomin eða umdeilanleg. Oánægjan beinist þá í raun eða ætti að beinast að löggjafarvaldinu enda verður því tæpast neitað að löggjafarstarf þyrfti að taka verulegum frantförum hér á landi. Ekki skal því kvartað undan opinberri umræðu í lýðræðisþjóðfélagi, þótt sjálfsagt sé að óska þess að hún sé málefnaleg. Fram hjá því verður líkast til ekki horft að umfjöllun fjölmiðla um dómsmál og dómstóla muni aukast á næstu árum og verða ámóta og um aðrar greinar ríkisvaldsins. Þessu verða dómarar að venjast og þjálfa verður þá og aðra starfs- menn dómstólanna til að vinna í þessu umhverfi. Einnig getur verið rétt að setja 296
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.