Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 21
Á honum voru þannig taldar hafa hvflt sérstakar skyldur til aðgæslu og eftirlits.
Einnig var litið til þess að umræddur bátur gat að ýmsu leyti verið varhuga-
verður við flutning á hópi barna, enda gerð hans miðuð við önnur hlutverk. Var
því þörf mikillar varúðar við stjórn hans og stöðugrar umsjónar með bömunum.
Með því að gæta þessa ekki var talið að leiðbeinandinn hefði brotið gegn 219.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir refsiverðar meiri háttar lfk-
amsmeiðingar af gáleysi. Leiðbeinandinn var dæmdur til greiðslu sektar að fjár-
hæð kr. 80.000.
2.2 Skaðabótaábyrgð
2.2.1 Almenn atriði. Skilgreiningar og helstu hugtök.
Það hlýtur að teljast mun raunhæfara að á skaðabótaábyrgð geti reynt þegar
óhöpp verða í æskulýðsstarfi heldur en refsiábyrgð. I skaðabótaábyrgð felst
skylda hins bótaskylda að greiða skaðabætur fyrir það tjón sem hlýst af hátt-
semi hans. I daglegu lífi geta menn orðið fyrir tjóni vegna ýmiss konar óhappa
sem verða rakin til hegðunar þeirra sjálfra eða af hreinum tilviljunum. Tjón af
þessu tagi verða menn yfirleitt að bera sjálfir. Gildir þetta þó að böm eða ung-
lingar eigi í hlut. Til þess að skaðabótaskylda geti skapast verður yfirleitt að
vera hægt að benda á einhvern annan en tjónþolann sjálfan sem telja má að hafi
valdið tjóninu með athöfn og eftir atvikum athafnaleysi. Sé slíkum aðila til að
dreifa þarf að kanna hvort skilyrði séu að lögum til að leggja á hann skaðabóta-
ábyrgð.
I íslenskum rétti eru taldar gilda nokkrar lagareglur sem láta sig það varða
hvernig skaðabótaskylda stofnast. Aðalreglan í þessu efni er nefnd sakarreglan
og hefur hún verið orðuð svo:
Maður ber skaðabótaábyrgð á tjóni, sem hann veldur með saknæmum (þ.e. af ásetn-
ingi eða gáleysi) og ólögmætum hætti, enda sé tjónið sennileg afleiðing af hegðun
hans og raski hagsmunum, sem vemdaðir eru með skaðabótareglum. Það er og skil-
yrði að sérstakar huglægar afsökunarástæður eigi ekki við um tjónvald, svo sem
æska eða skortur á andlegri heilbrigði.1 (Feitletranir eru gerðar af höfundi).
Til þess að skaðabótaskylda stofnist samkvæmt þessari reglu þarf öllum
skilyrðum hennar að vera fullnægt. Oftast veldur það vafa við beitingu hennar
hvort tjónvaldur hafi valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi, þ.e.a.s. hvort hegð-
un hans sé saknæm. Hegðun tjónvaldsins þarf samkvæmt þessu skilyrði að hafa
verið ámælisverð á einhvern hátt. Þá er einkum athugað, hvort tjónvaldur hafi
hegðað sér öðru vísi en ætla má að góður og gegn maður hefði gert í sömu að-
stöðu. Þetta skilyrði er því sýnilega afar matskennt. Mat getur líka komið við
sögu við athugun á öðrum skilyrðum reglunnar. Þegar skoðað er hvort tjóni hafi
verið valdið með ólögmætum hætti þarf oft að líta til ýmissa laga og reglna sem
1 Sjá Arnljót Björnsson: Skaðabótaréttur. Reykjavík, 1988, bls. 54.
301