Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 24
í löggjöfinni er víða að finna ákvæði sem fjalla sérstaklega um böm og umönnun þeirra. Nefna iná að í VIII. kafla laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga er fjallað um málefni barna og ungmenna. I 31. gr. laganna er mælt fyrir um að félagsmálanefnd sveitarfélags sé skylt í samvinnu við foreldra, forráðamenn og aðra þá aðila sem hafa með höndum uppeldi, fræðslu og heilsu- gæslu barna og ungmenna að gæta velferðar og hagsmuna þeirra í hvívetna. Þá skal bent á lögræðislög nr. 71/1997. Þar er í 1. gr. mælt fyrir um að menn verði lögráða við 18 ára aldur. í 51. gr. laganna er ákveðið að foreldrar barns sem ólögráða er fyrir æsku sakir, og þeir sem komi barni í foreldra stað, ráði per- sónulegum högum þess. Nefnist þau lögráð forsjá og fari um hana samkvæmt ákvæðum bamalaga og laga um vemd barna og ungmenna. I 29. gr. barnalaga nr. 20/1992 er að finna nánari skýringu á inntaki forsjár. Samkvæmt 1. mgr. ber foreldrum að sýna barni sínu umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag bams og þörfum. Þá segir í 3. mgr. að forsjá barns feli í sér rétt og skyldu fyrir forsjáraðila að ráða persónu- legum högum barnsins og gegna öðrum foreldraskyldum. Loks er í 5. mgr. kveðið á um að foreldrum beri að hafa sarnráð við barn sitt áður en persónuleg- um málefnum þess sé ráðið til lykta eftir því sem gerlegt sé, þar á meðal með tilliti til þroska bams. í 1. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna er markmið þeirra sagt vera að að tryggja börnum og ungmennum viðunandi upp- eldisskilyrði. Samkvæmt 4. gr. laganna skulu bamaverndamefndir m.a. hafa eftirlil með aðbúnaði, hátterni og uppeldisskilyrðunt bama og ungmenna í þeim tilgangi að greina sem fyrst vanda þeirra sem búa við ófullnægjandi aðstæður, sæta illri meðferð eða eiga í félagslegum erfiðleikum. Loks má nefna 3. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna. Þar er kveðið svo á að umboðsntaður barna skuli vinna að því að stjórnvöld, einstaklingar, félög og önnur samtök ein- staklinga og fyrirsvarsmenn lögpersóna taki fullt tillit til réttinda, þarfa og hags- muna barna. Af þessum lagaákvæðum verður dregin sú ályktun að foreldrum beri skylda til þess að ráða persónulegum högum barna sinna. Þess beri að gæta að bömum séu búnar viðunandi aðstæður í samræmi við aldur og þroska og veittar nauð- synlegar leiðbeiningar til þess að mega komast klakklaust til vits og ára. Þeir sem taka að sér tímabundið að gæta barna taka að jafnaði yfir þessa skyldu foreldranna meðan þeir hafa umsjón bamanna. 2.2.2.2 Sérstök athugunarefni varðandi bótaábyrgð gagnvart ungmennum Við athugun á stofnun bótaskyldu gagnvart börnum og ungmennum í æsku- lýðsstarfsemi er rétt að skoða nánar nokkur atriði sem telja má að reyni sérstak- lega á við þá starfsemi. Það er einkum á tvennan hátt sem vænta má að skaða- bótaskylda kunni að stofnast á þessu sviði. Annars vegar má vera að öryggi tækja og aðbúnaðar við félagsstarfið teljist ófullnægjandi og hins vegar kann að verða talið að eftirliti og leiðbeiningunr til barna og ungmenna sem taka þátt í starfinu sé áfátt. Almennt má segja að við mat á eftirlits- og umönnunarskyld- 304
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.