Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 26
stóðu þrír af fimm dómurum. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu sýkna hestamannafélagið af bótakröfum knapans. I þessu máli var ekki um æskulýðs- starfsemi að ræða í þeim skilningi að böm og ungmenni tækju þátt í keppninni. Ber því að varast að draga of víðtækar ályktanir af þessum dómi um það álita- efni sem hér er til meðferðar. Þó er hann dæmi um að fjárhagslegur tilgangur með starfsemi er eitt af þeim atriðum sem til skoðunar koma við mat á skaða- bótaskyldu. Hér má að auki vísa til H 1976 145. Þar var aðstaðan sú að 11 ára drengur hafði slasast við apabúrið í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Drengurinn hafði teygt sig yfir öryggisgrindverk við búrið. Greip þá api í handlegg drengsins, togaði hann að sér og beit framan af einum fingri. Sýnt þótti að grindverkið væri ekki í nægilegri fjarlægð frá búrinu og var aðbúnaðurinn ekki talinn hafa verið full- nægjandi samkvæmt 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 67/1971 um dýragarða og sýningar á dýrum. Var bótaábyrgð lögð á safnið og tekið fram að ekki leysti það safnið undan ábyrgðinni þótt greinilegu varúðarmerki hefði verið komið fyrir á búrinu. Af hálfu Sædýrasafnsins í Hafnarfirði var sérstaklega byggt á því að það hafi verið menningarstofnun, rekin í formi sjálfseignarstofnunnar, en ekki fjár- gróðastofnun. Um þessi sjónarmið safnsins var ekki fjallað sérstaklega í for- sendum dómsins. Þar var þó tekið fram að almenningi væri veittur aðgangur að garðinum gegn gjaldi og ekki hafi verið gerðar kröfur um að börn væru í fylgd með fullorðnum. Drengurinn var sjálfur látinn bera helming tjóns síns vegna eigin óaðgæslu. Af þessum dómum verður líklega sú ályktun dregin að hafi verið tekið við greiðslu á annað borð þá gildi öll almenn sjónarmið um bótaskyldu vegna van- búnaðar. Skiptir í því samhengi væntanlega ekki máli þótt greiðslu sé eingöngu ætlað að halda æskulýðsfélagi skaðlausu af kostnaði og ekki sé stefnt að hagn- aði. Fleiri dómar virðast benda til hins sama, sbr. t.d. H 1988 441.1 því máli var fjallað um slys sem íþróttamaður varð fyrir þegar hann hrasaði í bleytu á hlaupabraut við æfingu í grindahlaupi í sal undir áhorfendastúku við íþrótta- völlinn í Laugardal í Reykjavík. Beindi íþróttamaðurinn bótakröfu sinni að Reykjavíkurborg sem átti og rak íþróttasalinn. Höfðu hin ýmsu íþróttafélög fengið tíma í salnum og greitt gjald fyrir. I dóminum var hætta talin samfara því að æfa þegar gólfið væri blautt. Ekki var sannað að umsjónarmaður hússins hefði gert nægar ráðstafanir til að koma í veg fyrir slys vegna bleytu og var vinnuveitandi hans dæmdur bótaskyldur fyrir helmingi tjóns íþróttamannsins. í málinu virðast hafa verið hafðar uppi vamir þess efnis að kostnaður við að fyrirbyggja bleytu í salnum hafi verið mjög mikill miðað við tekjur af rekstri hlaupabrautarinnar. A þessar varnir var ekki fallist. í allri æskulýðsstarfsemi þarf að huga vandlega að settum reglum um öryggi tækja og aðbúnað. Auk settra reglna þarf að gæta almennra varúðarsjónarmiða. Af dómum virðist mega ráða að fjárhagsleg markmið starfsemi kunni að skipta einhverju máli þegar athugað er hvaða kröfur beri að gera til tækja og að- búnaðar. Ekki er þó að finna nein dæmi um að sýknað hafi verið af bótakröfu á 306
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.