Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 27
þeirri skýru forsendu að markmið starfsemi hafi verið ófjárhagsleg. Kröfur til aðbúnaðar eru örugglega meiri eftir því sem þátttakendur í starfsemi eru yngri. 2.2.22.2 Eftirlits- og umönnunarskylda Eins og framar var lýst gerir íslensk löggjöf ráð fyrir að sérstök skylda hvíli á umsjónarmönnum bama um að gæta þess að þeim séu búnar viðunandi að- stæður í samræmi við aldur og þroska og þeim séu veittar nauðsynlegar leið- beiningar til þess að forða þeim frá slysum. Böm eiga einatt erfitt með að gera sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna og þeim hættum sem að þeim kunna að steðja. Þau gera sér oft ekki grein fyrir því að ýmislegt sem þau hafast að í leik við önnur böm geti haft í för með sér hættur fyrir þau sjálf og aðra. Jafnvel þó þau kunni í sjálfu sér að skynja hætturnar hættir þeim til að gleyma þeim í hita leiks. Með hliðsjón af þessu er sú skylda lögð á foreldra að hafa eftirlit með bömum sínum og veita þeim leiðbeiningar í því skyni að fyrirbyggja að bömin sjálf verði fyrir tjóni en einnig að þau valdi öðrum tjóni.4 Sambærileg skylda hvflir á þeim sem taka að sér að gæta barna fyrir foreldra, svo sem starfs- mönnum sumarbúða, skátaforingjum, starfsmönnum bamaheimila og öðrum sem fara tímabundið með urnsjá barna.5 Nú er það ljóst að verði bam fyrir tjóni eða valdi barn öðrum tjóni skapast ekki skilyrðislaus bótaskylda. Sýna þarf fram á að sá, sem hafði umönnun bams með höndum, hafi vanrækt umsjón- arskyldu sína. Háttsemi hans þarf að hafa verið lakari en krefjast mátti af honum miðað við aðstæður. Af þessu verður ráðið að það getur haft verulega þýðingu fyrir þá sem standa fyrir æskulýðsstarfsemi hvað talið verður felast í þessari umsjónarskyldu gagnvart börnum. Sé litið til dómaframkvæmdar verður í fyrsta lagi ráðið að strangar kröfur eru gerðar til vinnuveitenda sem hafa böm til að sinna tilteknum störfum. Má hér vísa til H 1965 296 og H 1968 951. í þessum dómum var fjallað um slys sem 13 og 15 ára unglingar urðu fyrir við störf með vélar. f báðum tilfellum var eftirlit með þeint talið ófullnægjandi, þrátt fyrir að þeir væru taldir hafa haft nokkra reynslu af vinnu við vélarnar. Af dómaframkvæmd verður ennfremur ráðið að nokkuð strangar kröfur séu gerðar til eftirlits með starfsemi barna og unglinga í hefðbundnu skólastarfi, sbr. H 1992 312. Þar hafði smíðakennari vikið sér nokkra metra frá vélhefli sem var í gangi. Fimmtán ára gamall nemandi fiktaði í vélinni í sömu mund og slas- aðist. Nemendum höfðu verið bönnuð öll not trésmíðavélanna og lá fyrir að nemandanum sem slasaðist hafði verið kunnugt um bannið. í dómi Hæstaréttar segir m.a. að kosta beri kapps um að ítrasta öryggis sé gætt í skólum til verndar nemendum gegn slysahættu. Sérstaklega rík sé nauðsyn þess, að allar tiltækar varúðarráðstafanir séu gerðar þegar hættulegum vélum sé komið fyrir í kennsluhúsnæði, þar sem nemendum sé ætlað að eiga leið um og þær séu í 4 Verner: Ansvar for tilsyn med andre. Kaupmannahöfn, 1979, bls. 19-20. 5 Von Eyben, Nprgaard og Vagner: Lærebog i erstatningsret. Kaupmannahöfn, 1995, bls. 96. 307
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.