Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 30
til greina í undantekningartilvikum. Sjálfsagt má almennt við það rniða að sér-
stök umsjónarskylda með börnum og ungmennum sé almennt úr sögunni
þegar þau hafa náð sjálfræðisaldri, þ.e. við 18 ára aldur, sbr. 1. gr. lögræðislaga
nr. 71/1997. Löggjafinn hefur metið það svo að fólk sem náð hefur þessum aldri
sé almennt fært um að bera ábyrgð á gerðum sínum. Má gera ráð fyrir að for-
svarsmönnum æskulýðsstarfsemi sé heimilt að ætla að svo sé, þó að alltaf verði
að hafa í huga að þeir sem bjóða öðru fólki til þátttöku í tómstunda- eða
skemmtistarfi þurfa að viðhafa viðhlítandi aðgát.
2.2.3 Hver ber ábyrgð?
2.2.3.1 Vinnuveitandaábyrgð
Eins og áður segir er það almenn regla að vinnuveitandi beri ábyrgð á tjóni
sem starfsmaður hans veldur með saknæmunr og ólögmætum hætti í starfi sínu.
Þessi regla er oftast kölluð reglan um vinnuveitandaábyrgð eða húsbónda-
ábyrgð.
Vera má að vinnuveitandi eigi sjálfur sök á tjóni sem starfsmaður hans
veldur. Til dæmis kann hann að hafa sagt starfsmanni sínum rangt til, gefið hon-
um ófullnægjandi leiðbeiningar, ekki haft nægilegt eftirlit með honum eða
jafnvel látið óhæfan starfsmann vinna verk.6 Ef t.d. æskulýðsfélag réði vitandi
vits dæmdan kynferðisafbrotamann til að sinna umönnun barna teldist slíkt
vafalaust saknæmt. Félagið yrði sjálfsagt látið bera ábyrgð á misgjörðum
mannsins sem hann ynni í skjóli starfs. Þessi ábyrgð yrði einfaldlega byggð á
sök fyrirsvarsmanna félagsins sem í hlut ætti. Eftir reglunni um vinnuveitanda-
ábyrgð fellur bótaskylda hins vegar á vinnuveitanda þótt hann eigi sjálfur enga
sök á tjóni. Helstu skilyrði slíkrar ábyrgðar eru, að starfsmaður sé settur undir
boðvald vinnuveitanda (2.2.3.1.1), að hegðun starfsmanns verði talin saknæm
(2.2.3.1.2), og að tjóni hafi verið valdið í starfi (2.2.3.1.3).
2.2.3.1.1 Starfsmaður settur undir boðvald vinnuveitanda
Að því er varðar æskulýðsstarfsemi er það sérstakt álitaefni hvort sjálfboða-
liðar geti talist starfsmenn í skilningi reglunnar um vinnuveitandaábyrgð og
þannig skapað æskulýðsfélögum bótaábyrgð vegna skaðaverka sinna. Hið al-
menna skilyrði að þessu leyti hefur verið talið að vinnuveitandi sé húsbóndi
starfsmanns í þeim skilningi að hann hafi rétt til að stjórna vinnunni, þar á nteð-
al að ráða starfsmenn og segja þeim upp starfa, gefa þeim fyrirskipanir og leið-
beiningar og líta eftir framkvæmd vinnunnar.7
Það er ekki víst að boðvald yfir sjálfboðaliðum hafi að öllu leyti sömu þýð-
ingu og boðvald yfir launuðunr starfsmönnum. Stafar það af því að launaðir
starfsmenn hafa ríkari skyldur en sjálfboðaliðar til að inna starfa sinn af hendi
6 Sjá Arnljót Björnsson: Skaðabótaréttur. Reykjavík, 1988, bls. 91.
7 Sjá Arnljót Björnsson: Tengsl vinnuveitanda og starfsmanns sem skilyrði vinnuveitandaábyrgðar.
Kaflar úr skaðabótarétti. Reykjavík, 1990, bls. 13.
310