Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 34
verk sjálfsagt oftast unnin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi þó að svo þurfi
ekki endilega að vera.
Leiði 3. mgr. 19. gr. skaðabótalaga til þess að bótaskylda starfsmanns eða
sjálfboðaliða stofnist, þ.e. sé ekki um ábyrgðartryggingu að ræða eða hafi tjóni
verið valdið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, kemur til kasta ákvæða 23. gr.
laganna. I 1. mgr. 23. gr. er fjallað um það tilvik að vinnuveitandi hafi greitt
bætur til tjónþola vegna saknæmrar hegðunar starfsmanns síns. Er þá ákveðið,
að vinnuveitandinn geti aðeins endurkrafið starfsmanninn um slíkar bætur að
því marki sem telja rnegi sanngjarnt þegar litið sé til sakar og stöðu starfs-
mannsins og atvika að öðru leyti. Telja verður líklegt að einungis í undantekn-
ingartilvikum komi til greina að vinnuveitandi geti endurkrafið sjálfboðaliða
sem innt hefur starf af hendi án endurgjalds. I 2. mgr. 23. gr. skaðabótalaga er
kveðið á um að skerða megi eða fella niður skaðabótaábyrgð starfsmanns
gagnvart tjónþola ef það verði talið sanngjarnt þetar litið sé til atvika sem getið
sé í 1. mgr. og hagsmuna tjónþola. Bætur, sem starfsmaður hafi greitt, geti hann
krafið úr hendi vinnuveitanda að því marki sem bótaábyrgð hvíli endanlega á
vinnuveitanda eftir 1. mgr. Þessar reglur um réttarstöðu starfsmanna eiga auð-
vitað allar við í æskulýðsstarfsemi, hvort sem starfsmaður hefur verið launaður
eða ekki.
2.2.4 Atriði sem geta fyrirbyggt skaðabótaskyldu
Því má velta fyrir sér, hvort æskulýðsfélög geti komið sér undan að bera
skaðabótaábyrgð samkvæmt þeim almennu reglum sem hér hefur verið lýst, t.d.
með gerð samninga við forráðamenn bama þar sem kveðið væri á um að börn
tækju þátt í starfsemi á eigin áhættu. Líklegt er að slíkir samningar yrðu sjaldn-
ast skuldbindandi. Má í þessu samhengi vísa til ákvæða 27. gr. skaðabótalaga
sem reisa skorður við samningsgerð um frávik frá reglum laganna tjónþolum,
og raunar í vissum tilvikum einnig bótaskyldum aðilum, til óhags. Enn fremur
má vísa til þess að 24. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 kveður á um að yfirlýsingu
um ábyrgð megi því aðeins gefa að yfirlýsingin veiti viðtakanda meiri rétt en
hann hafi samkvæmt gildandi lögum. Yfirlýsingar um afsal ábyrgðar standast
því varla tilvitnað ákvæði samkeppnislaga. Um þetta má vísa til H 1989 329 þar
sem sambærilegt ákvæði eldri laga var talið standa samningi milli einstaklinga
um undanþágu frá ábyrgð fyrir þrifum.
Það er hins vegar annað mál að ýmis konar viðvaranir sem æskulýðsfélög
gefa út og koma á framfæri geta verið til þess fallnar að draga úr ábyrgð þeirra.
Gerist það þá með þeim hætti að skeytingarleysi tjónþola um fram kornnar við-
varanir og leiðbeiningar leiðir til þess að hann verði annað hvort talinn hafa
tekið áhættu sem veldur brottfalli bótaréttar eða talinn hafa sýnt af sér eigin sök
sem leiði til niðurfellingar bótaréttarins eða lækkunar bóta. Má í þessu sam-
hengi vísa til H 1976 145 sem fjallaði um slys sem varð við apabúrið í Sædýra-
safninu í Hafnarfirði og reifaður er að framan á bls. 306 Þar varð áberandi
viðvörunarskilti þess valdandi að bótakrafa var lækkuð á grundvelli eigin sakar
314