Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 35
tjónþolans. Var tjónþoli látinn bera helming tjóns síns sjálfur en hann var 11 ára
þegar slysið varð. í þessu samhengi er ástæða til að taka fram að eftir því sem
bömin em yngri þarf meira til að koma svo þau teljist hafa tekið áhættu sem
veldur brottfalli bótaréttar eða þau teljist hafa sýnt af sér eigin sök. Sé um mjög
ung börn að ræða kemur slíkt tæpast til greina, sbr. H 1961 620. Það mál snerist
um eigin sök tæplega 6 ára drengs sem varð fyrir bifreið. f héraðsdóminum
segir: „Með tilliti til þess, hvernig atvikum var hér háttað, og sérstaklega þegar
hafður er í huga hinn ungi aldur drengsins, þá þykja ekki vera fyrir hendi nægar
ástæður til þess að takmarka fébótaábyrgð stefnda á slysinu“. Niðurstaðan um
þetta var staðfest í Hæstarétti.16
3. LOKAORÐ
Hér að framan kemur fram að almennar reglur skaðabótaréttar gilda hér á
landi um skaðabótaábyrgð þeirra aðila sem standa fyrir félags- og tómstunda-
starfi fyrir böm og unglinga. Við mat á bótaskyldu er í réttarframkvæmdinni
litið til þeirra atriða sem telja má að geti skipt máli við mat á sök fyrirsvars-
manna og starfsmanna í slíku starfi. Gerðar eru kröfur um eftirlit og umönnun
sem taldar eru sanngjarnar og hæfilegar hverju sinni miðað við þá starfsemi
sem fram fer og aldur þeirra bama og ungmenna sem í hlut eiga. Tekið er mið
af því sem góður og gegn maður verður talinn hafa átt að gera við sömu
aðstæður og eftirlits- og umönnunaraðilinn bjó við er hann tók ákvörðun sína.
Hvert tilvik hlýtur sérstaka athugun þar sem þessi meginsjónarmið em lögð til
grundvallar.
Eg tel ekki rétt að sett verði sérstök lög um skaðabótaábyrgð á þessu sviði.
Gildandi réttarframkvæmd mætir að mínu mati vel þeim þörfum sem hér eru
uppi. Tel ég reyndar að jafnaði þýðingarmikið, að ekki séu settar sérreglur um
skaðabótaábyrgð á einstökum málasviðum nema alveg sérstaklega standi á, þar
sem slíkt er til þess fallið að veita frávik frá reglum sem taldar eru gilda á öðrum
sambærilegum sviðum án nægilegra tilefna. Ekki verður heldur séð að æsku-
lýðsstarfsemi fylgi sérstök hætta sem réttlætt geti sérreglur sem þyngja skaða-
bótaábyrgðina umfram það sem almennt gildir.
16 Sjá hér Arnljót Björnsson: Skaðabótaréttur. Reykjavík,1988. bls. 85.