Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 49
Hins vegar er margt í reglunni sem gerir hana erfiða í framkvæmd.41 Þess vegna hafa fáir tvíhliða samningar verið gerðir þar sem stuðst hefur verið við 59. gr. 2.6.5 Afstaðan til sérsamninga Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. Lúganósamningsins hefur hann ekki áhrif á samn- inga sem samningsríkin eru eða verða aðilar að og ákvarða dómsvald eða við- urkenningu eða fullnustu á ákveðnum sviðum. Þetta er ákvæði um sérsamninga sem varða efni er fellur undir Lúganósamninginn og er ekki undanþegið gildis- sviði hans samkvæmt 2. mgr. 1. gr. Hér er um að ræða samninga sem samnings- ríkin hafa fullgilt, t.d. á sviði flutningaréttar, hugverkaréttar, sifjaréttar og varð- andi ábyrgð á kjarnorku- og olíuslysum.42 Samkvæmt framansögðu ganga sérsamningar um ákveðin málefni fyrir Lúganósamningnum. Af þessu leiðir að geymi sérsamningar reglur um beina lögsögu eða skylduvamarþing er dómstóli skylt að beita þeim reglum. Þegar í slíkum sérsamningum eru reglur um skilyrði fyrir viðurkenningu og fullnustu dóma á því sviði sem þeir taka til þarf einungis þeim skilyrðum að vera full- nægt, þannig að fullnustureglum Lúganósamningsins verður þá ekki beitt.43 2.6.6 Tengsl við EES-samninginn Eins og áður segir er Lúganósamningurinn sjálfstæður þjóðréttarsamningur. Hann varð til áður en samningaumleitanir um EES hófust og er hann óháður þeirri samningsgerð. Þess vegna var því ekki forsenda fyrir aðild að EES að ríki fullgilti jafnframt Lúganósamninginn. Hins vegar er ljóst að viss tengsl eru milli þessara samninga. Sú skoðun kom fram að íslenskir viðskiptahagsmunir gætu farið forgörðum ef erlendir dómar frá EFTA-ríkjum og ESB-ríkjum fengju ekki sömu meðferð hér á landi eins og í viðskiptum einstaklinga og lögpersóna í þessum ríkjum. Þar fyrir utan myndi Lúganósamningurinn vemda íslenska viðskiptaaðila fyrir notkun varnarþingsákvæða sem styðjast við ákvæði inn- lendra laga um alþjóðlegt varnarþing, sbr. 2. mgr. 3. gr.44 41 Joseph M. Lookofsky: Transnational Litigation and Commercial Arbitration. New York 1992, bls. 516; Kurt H. Nadelmann: Columbia Law Review, Volume 67, June 1967, No. 6, bls. 995, gagnrýnir á bls. 1019-1023 regluna fyrir það að í raun sé það undir duttlungum samningsríkis komið hvort það geri samning um viðurkenningu og fullnustu við þriðja ríki, þannig að 59. gr. sé beitt til hagsbóta fyrir þriðja ríki. Þegar 59. gr. sé skoðuð sjáist að skuldbindingin verði að eiga sér stað í „... samningi um viðurkenningu og fullnustu dóma ...“. Þetta sé íþyngjandi, enda geti verið vandkvæðum bundið að gera tvíhliða samning um viðurkenningu og fullnustu. Því sé erfitt að sjá hvaða þörf sé fyrir svo stífa reglu. 42 Sjá yfirlit yfir samninga þessa Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 150-151. 43 Astæðan fyrir þessu var sú að samningsríkin höfðu að miklu leyti skuldbundið sig með samningum við þriðju ríki sem ekki skyldi breytt án samþykkis þeirra. Sjá P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 61. 44 Alþt. 1995, A-deild, bls. 2559. 329
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.