Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 50
3. VARNARÞING 3.1 Almennt Reglur Lúganósamningsins um vamarþing eru í II. hluta hans. I því sem hér fer á eftir verður fyrst gerð grein fyrir meginreglu um heimilisvamarþing í 2. gr. Því næst verður fjallað um sérstök varnarþing samkvæmt 5.-6. gr. A. Þá verður vikið að ákvæðum 7.-15. gr. um vamarþing í vátryggingar- og neytendamálum. Þessu næst verður gerð grein fyrir 16. gr. um skylduvamarþing. Þá verður fjall- að um samningsvamarþing samkvæmt 17. gr. Loks verður stuttlega gerð grein fyrir reglum um könnun á vamarþingi og því hvort mál sé tækt til meðferðar, litis pendens og skyldum kröfum og loks bráðabirgða- og tryggingarráðstöf- unum, sbr. 19.-24. gr. 3.2 Meginreglan 3.2.1 Almennt Meginregla Lúganósamningsins er sú að lögsækja skal menn fyrir dóm- stólum þar sem þeir eiga heimili, sbr. 2. gr. Hún er reist á þeirri forsendu að heimili manna í samningsríki skapi þau tengsl sem eru nægjanleg til að réttlæta að þeim sé gert að hlíta dómi í því ríki. Samtímis er bannað að beita þann mann misrétti, að því er varnarþing snertir, sem búsettur er í samningsríki, en er ekki ríkisborgari þess.45 Reglan þessi er því í samræmi við hina kunnu meginreglu alþjóðlegs einkamálaréttarfars actor sequiturforum rei. Hugtakið heimili (dom- icil) hefur því grundvallarþýðingu við beitingu á varnarþingsreglum Lúganó- samningsins. Þrátt fyrir þá miklu þýðingu sem hugtakið heimili hefur er ekki að finna neina skilgreiningu á því í samningnum. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að því er mismunandi háttað hvaða skilning menn leggja í hugtak þetta í einstök- um samningsríkjum. Sérfræðinganefndin sem vann að gerð Brusselsamningsins taldi það of miklum erfiðleikum háð að setja fram samræmda skilgreiningu á hugtakinu.46 Þess í stað voru settar fram lagaskilareglur sem vísa til landsréttar (lex fori) þegar ákvarða skal hvar aðili eigi heimili, sbr. 52. og 53. gr. 3.2.2 Einstaklingar Þegar ákvarða skal hvort aðili eigi heimili í samningsríki þar sent mál hefur verið höfðað gildir sú meginregla um einstaklinga að dómstóllinn skal beita landsrétti, sbr. 1. mgr. 52. gr. Ef mál er höfðað hér á landi á grundvelli Lúganó- samningsins á hendur hérlendis búsettum aðila ber samkvæmt þessu að beita ákvæðum V. kafla eml. Eigi aðili ekki heimili í því ríki þar sem mál hefur verið höfðað skal dóm- stóllinn, þegar hann tekur afstöðu til þess hvort aðilinn eigi heimili í öðru samningsríki, beita lögum þess ríkis, sbr. 2. mgr. 52. gr. Rökin fyrir þessari 45 Alþt. 1995, A-deild, bls. 2562. 46 Sjá Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 60. 330
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.