Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 52
þeirra sem njóta eiga góðs af þeim eða gangi til annarra markmiða sem ákveðin eru í samþykktum fjárvörslusjóðsins.54 3.2.4 Dvalarstaður „að jafnaði“ I nokkrum greinum Lúganósamningsins er miðað við þann stað sem aðili „dvelst að jafnaði“, sbr. 2. tölul. 5. gr., 3. tölul. 12. gr. og 3. tölul. 15. gr. Rétt er að taka fram að ákvæðunum verður einungis beitt um einstaklinga, en þetta tengist því að hugtakið heimili er hvergi skilgreint í samningnum. Þá er til þess að líta að samkvæmt rétti margra erlendra ríkja, einkum samkvæmt enskum rétti, byggist hugtakið heimili ekki eingöngu á hlutlægum viðmiðunum svo sem raunverulegum varanlegum dvalarstað, heldur einnig að meira eða minna leyti á huglægri afstöðu viðkomandi aðila til tilgangs dvalarinnar, auk annarra lögbundinna atriða svo sem skráningar eða tengsla við annan aðila.55 3.3 Sérstök varnarþing 3.3.1 Almennt í 5.-6. gr. A Lúganósamningsins eru ákvæði um svokölluð sérstök varnar- þing. Með sérstöku varnarþingi er átt við, þegar sérstaklega stendur á, að lög- sækja megi mann í einu samningsríki þótt hann sé búsettur í öðru samningsríki. Til þess að þetta teljist fær leið verða þó að vera fyrir hendi sérstök rök þessu til réttlætingar. Sérstöku varnarþingin eru jafnan valkvæð þannig að sóknaraðili getur almennt valið um það hvort hann lögsækir vamaraðila á heimilisvamar- þingi eða á sérstöku vamarþingi þegar það á við.56 Sérstöku varnarþingsreglurnar gilda einungis um aðila sem búsettir eru í samningsríki. Um þá sem ekki eru búsettir í samningsríki verður beitt reglu 4. gr. samningsins. Það er einnig skilyrði þess að reglumar eigi við að mál hafi nægileg tengsl við samningsríki.57 Þessar reglur hafa ekki einungis að geyma reglur um alþjóðlega lögsögu, þ.e. í hvaða landi ber að höfða mál, heldur hafa þær að geyma reglur um staðbundna lögsögu dómstóls í viðkomandi samningsríki, sbr. þó 6. tölul. 5. gr. varðandi fjárvörslusjóði.58 Hins vegar fer eftir lögum þess ríkis þar sem dómstóll situr 54 Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 155. 55 Sjá nánar Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 131; Karsten Gaarder: Inforing i inter- nasjonal privatret, bls. 73-83; P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 16; O'Malley & Layton: European Civil Practice, bls. 828-829. 56 Sjá t.d. Alþt. 1995, A-deild, bls. 2562; P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 22; Lennart Páisson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 73; Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 139. 57 Sjá mál 32/88 Six Constructions gegn Humbert [1989] ECR 341. Þar komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. tölul. 5. gr. um efndavamarþing ætti ekki við þegar skylda til að efna vinnusamning væri utan samningsríkis. 58 Með því að kveða á um sérstök vamarþing í Lúganósamningnum er sóknaraðila heimilað að höfða mál án þess að taka tillit til vamarþingsreglna þess ríkis þar sem dómstóll situr. Sem dæmi má taka að í hollenskum rétti er ekki að finna neina reglu um efndastaðarvamarþing og gengur því samningurinn fyrir reglum hollensks réttar ef mál fellur innan gildissviðs hans. Sjá P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 22. 332 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.