Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 52
þeirra sem njóta eiga góðs af þeim eða gangi til annarra markmiða sem ákveðin
eru í samþykktum fjárvörslusjóðsins.54
3.2.4 Dvalarstaður „að jafnaði“
I nokkrum greinum Lúganósamningsins er miðað við þann stað sem aðili
„dvelst að jafnaði“, sbr. 2. tölul. 5. gr., 3. tölul. 12. gr. og 3. tölul. 15. gr. Rétt er
að taka fram að ákvæðunum verður einungis beitt um einstaklinga, en þetta
tengist því að hugtakið heimili er hvergi skilgreint í samningnum. Þá er til þess
að líta að samkvæmt rétti margra erlendra ríkja, einkum samkvæmt enskum
rétti, byggist hugtakið heimili ekki eingöngu á hlutlægum viðmiðunum svo sem
raunverulegum varanlegum dvalarstað, heldur einnig að meira eða minna leyti
á huglægri afstöðu viðkomandi aðila til tilgangs dvalarinnar, auk annarra
lögbundinna atriða svo sem skráningar eða tengsla við annan aðila.55
3.3 Sérstök varnarþing
3.3.1 Almennt
í 5.-6. gr. A Lúganósamningsins eru ákvæði um svokölluð sérstök varnar-
þing. Með sérstöku varnarþingi er átt við, þegar sérstaklega stendur á, að lög-
sækja megi mann í einu samningsríki þótt hann sé búsettur í öðru samningsríki.
Til þess að þetta teljist fær leið verða þó að vera fyrir hendi sérstök rök þessu
til réttlætingar. Sérstöku varnarþingin eru jafnan valkvæð þannig að sóknaraðili
getur almennt valið um það hvort hann lögsækir vamaraðila á heimilisvamar-
þingi eða á sérstöku vamarþingi þegar það á við.56
Sérstöku varnarþingsreglurnar gilda einungis um aðila sem búsettir eru í
samningsríki. Um þá sem ekki eru búsettir í samningsríki verður beitt reglu 4.
gr. samningsins. Það er einnig skilyrði þess að reglumar eigi við að mál hafi
nægileg tengsl við samningsríki.57
Þessar reglur hafa ekki einungis að geyma reglur um alþjóðlega lögsögu, þ.e.
í hvaða landi ber að höfða mál, heldur hafa þær að geyma reglur um staðbundna
lögsögu dómstóls í viðkomandi samningsríki, sbr. þó 6. tölul. 5. gr. varðandi
fjárvörslusjóði.58 Hins vegar fer eftir lögum þess ríkis þar sem dómstóll situr
54 Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 155.
55 Sjá nánar Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 131; Karsten Gaarder: Inforing i inter-
nasjonal privatret, bls. 73-83; P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 16; O'Malley & Layton: European
Civil Practice, bls. 828-829.
56 Sjá t.d. Alþt. 1995, A-deild, bls. 2562; P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 22; Lennart Páisson:
Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 73; Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 139.
57 Sjá mál 32/88 Six Constructions gegn Humbert [1989] ECR 341. Þar komst Evrópudómstóllinn
að þeirri niðurstöðu að 1. tölul. 5. gr. um efndavamarþing ætti ekki við þegar skylda til að efna
vinnusamning væri utan samningsríkis.
58 Með því að kveða á um sérstök vamarþing í Lúganósamningnum er sóknaraðila heimilað að
höfða mál án þess að taka tillit til vamarþingsreglna þess ríkis þar sem dómstóll situr. Sem dæmi
má taka að í hollenskum rétti er ekki að finna neina reglu um efndastaðarvamarþing og gengur því
samningurinn fyrir reglum hollensks réttar ef mál fellur innan gildissviðs hans. Sjá P. Jenard: OJ
1979 C 59, bls. 22.
332
J