Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 53
hvaða dómstóll fer með málið (almennur dómstóll eða sérdómstóll, t.d. versl- unardómstóll o.s.frv.).59 3.3.2 Efndavarnarþing 3.3.2.1 Almennt Hafi aðilar gert með sér samning má ávallt sækja mann til efnda á þeim samningi fyrir dómstóli á þeim stað þar sem efna skyldi samninginn (forum solutionis), sbr. 1. tölul. 5. gr. Lúganósamningsins.60 Eins og áður segir eru sérstöku varnarþingsreglumar valkvæðar. Stefnandi í dómsmáli vegna ágreinings út af samningi getur því ávallt valið milli þess að höfða mál fyrir dómstóli á heimilisvamarþingi stefnda, ef um fleiri en einn stefnda er að ræða á heimilisvamarþingi einhvers þeirra, og loks fyrir dómstóli á þeim stað þar sem efna skyldi samninginn.61 Fullyrða má að þetta sé sú vamarþingsregla sem í framkvæmd reynir hvað oftast á. 3.3.2.2 Er um að ræða mál sem varðar samninga? Að jafnaði ætti ekki að leika vafi á því hvort um er að ræða „mál sem varðar samninga“ í skilningi 1. tölul. 5. gr. Þrátt fyrir þetta getur í vissum tilvikum verið álitamál hvort ágreiningur er innan eða utan samninga í skilningi ákvæð- isins. Sú staða getur t.d. komið upp að ágreiningur teljist vera innan samninga samkvæmt rétti eins samningsríkis, en utan samninga samkvæmt rétti annars.62 Þegar metið er hvort samningur er fyrir hendi í skilningi 1. tölul. 5. gr. er nauð- synlegt að hafa hliðsjón af dómum Evrópudómstólsins, en hann hefur slegið því föstu að hugtakið samningssamband beri að túlka sjálfstæðri skýringu. Verður því ekki litið til þess hvaða skilningur er lagður í hugtakið samkvæmt rétti einstakra samningsríkja. Mál 34/82 Peters gegn ZNAV ECR [1983] 987. í þessu máli var deilt um ákvörðun félagsstjómar um að gera félagsmanni skylt að greiða tiltekna peningafjárhæð til fé- lagsins. Dómstóllinn tók fram að félagsaðild í félagi skapaði tengsl milli félags- manna með sama hætti og milli aðila í samningssambandi. Skuldbindingar um að greiða peningafjárhæð, sem rísa af félagsaðild milli félags og félagsmanna þess, falla undir hugtakið „mál sem varðar samninga", óháð því hvort skuldbindingamar byggj- ast beint á félagsskráningu eða ákvörðunum sem eru teknar af stofnunum félagsins. Sérstaklega var tekið fram að ekki væri það til þess fallið að auka réttaröryggi ef höfða þyrfti mál um mismunandi tegundir skuldbindinga vegna sama félagsskapar á mismunandi vamarþingum. 59 Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 63. 60 Sjá nánari umfjöllun um efnið Ketilbjorn Hertz: Jurisdiction in Contract and Tort under the Brussels Convention. Kaupmannahöfn 1998, bls. 85-171. 61 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 23. 62 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 76; Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 65. 333
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.