Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 53
hvaða dómstóll fer með málið (almennur dómstóll eða sérdómstóll, t.d. versl-
unardómstóll o.s.frv.).59
3.3.2 Efndavarnarþing
3.3.2.1 Almennt
Hafi aðilar gert með sér samning má ávallt sækja mann til efnda á þeim
samningi fyrir dómstóli á þeim stað þar sem efna skyldi samninginn (forum
solutionis), sbr. 1. tölul. 5. gr. Lúganósamningsins.60
Eins og áður segir eru sérstöku varnarþingsreglumar valkvæðar. Stefnandi í
dómsmáli vegna ágreinings út af samningi getur því ávallt valið milli þess að
höfða mál fyrir dómstóli á heimilisvamarþingi stefnda, ef um fleiri en einn
stefnda er að ræða á heimilisvamarþingi einhvers þeirra, og loks fyrir dómstóli
á þeim stað þar sem efna skyldi samninginn.61 Fullyrða má að þetta sé sú
vamarþingsregla sem í framkvæmd reynir hvað oftast á.
3.3.2.2 Er um að ræða mál sem varðar samninga?
Að jafnaði ætti ekki að leika vafi á því hvort um er að ræða „mál sem varðar
samninga“ í skilningi 1. tölul. 5. gr. Þrátt fyrir þetta getur í vissum tilvikum
verið álitamál hvort ágreiningur er innan eða utan samninga í skilningi ákvæð-
isins. Sú staða getur t.d. komið upp að ágreiningur teljist vera innan samninga
samkvæmt rétti eins samningsríkis, en utan samninga samkvæmt rétti annars.62
Þegar metið er hvort samningur er fyrir hendi í skilningi 1. tölul. 5. gr. er nauð-
synlegt að hafa hliðsjón af dómum Evrópudómstólsins, en hann hefur slegið því
föstu að hugtakið samningssamband beri að túlka sjálfstæðri skýringu. Verður
því ekki litið til þess hvaða skilningur er lagður í hugtakið samkvæmt rétti
einstakra samningsríkja.
Mál 34/82 Peters gegn ZNAV ECR [1983] 987. í þessu máli var deilt um ákvörðun
félagsstjómar um að gera félagsmanni skylt að greiða tiltekna peningafjárhæð til fé-
lagsins. Dómstóllinn tók fram að félagsaðild í félagi skapaði tengsl milli félags-
manna með sama hætti og milli aðila í samningssambandi. Skuldbindingar um að
greiða peningafjárhæð, sem rísa af félagsaðild milli félags og félagsmanna þess, falla
undir hugtakið „mál sem varðar samninga", óháð því hvort skuldbindingamar byggj-
ast beint á félagsskráningu eða ákvörðunum sem eru teknar af stofnunum félagsins.
Sérstaklega var tekið fram að ekki væri það til þess fallið að auka réttaröryggi ef
höfða þyrfti mál um mismunandi tegundir skuldbindinga vegna sama félagsskapar á
mismunandi vamarþingum.
59 Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 63.
60 Sjá nánari umfjöllun um efnið Ketilbjorn Hertz: Jurisdiction in Contract and Tort under the
Brussels Convention. Kaupmannahöfn 1998, bls. 85-171.
61 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 23.
62 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 76; Torben Svenné Schmidt:
Intemational formueret, bls. 65.
333