Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 54
Af þessum dómi má álykta að hvers kyns ágreiningur í félagsskap sem bygg- ist á félagssamningi falli undir 1. tölul. 5. gr. Mál 9/87 Arcado gegn Haviland [1988] ECR 1539. Málið varðaði tvær kröfur, annars vegar kröfu um greiðslu á þóknun samkvæmt umboðssamningi og hins vegar kröfu um skaðabætur vegna skyndilegrar og ólögmætrar riftunar á samningnum. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að báðar kröfurnar vörðuðu samninga og féllu innan 1. tölul. 5. gr. Krafan um þóknun væri augljóslega mál sem varðaði samning. Krafan um skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar var vandmeðfamari, en varnaraðilar héldu því fram að hún væri skaðabótakrafa utan samninga. Evrópudóm- stóllinn féllst ekki á þetta sjónarmið. Þessi krafa væri einnig „mál sem varðaði samn- inga“ og byggðist á því að samningskyldur voru vanefndar, þar sem ekki var veittur hæfilegur uppsagnarfrestur. Þessari niðurstöðu til stuðnings leit dómstóllinn á Róm- arsamning um lagaskilareglur í samningarétti, en samkvæmt honum er ótvírætt litið svo á að kröfur sem þessar varði í eðli sínu samninga. Skaðsemisábyrgð er hefðbundið tilvik um mörk skaðabótaréttar innan og utan samninga. Er því álitaefni hvort mál um skaðsemisábyrgð falli undir efndavarnarþing samkvæmt 1. tölul. 5. gr. eða brotavamarþing samkvæmt 3. tölul. 5. gr. Reglur um það hvort mál á hendur framleiðanda vöru sem veldur tjóni telst vera innan samninga eða utan eru breytilegar frá einu samningsríki til annars. Evrópudómstóllinn hefur einu sinni þurft að taka afstöðu til máls vegna skaðsemisábyrgðar.63 Niðurstaða þess máls var sú að ekki væri heimilt að beita efndavarnarþingi í máli sem kaupandi höfðaði á hendur framleiðanda sem var ekki seljandi. Rökin voru þau að ekki væri samningssamband milli kaupandans og framleiðandans. Spyrja má hver yrði niðurstaðan væri mál höfðað beint á hendur kaupanda. Framangreindur dómur svarar því ekki hvort slíkt tilvik félli innan eða utan samninga. Sumir fræðimenn hafa orðað þann skýringarkost að í slíkum tilvik- um sé hægt að byggja varnarþing á 1. mgr. 5. gr.64 Aðrir hafa haldið því fram að réttarpólitískt sé hagkvæmast að fella öll mál um skaðsemisábyrgð undir brotavamarþing samkvæmt 3. tölul. 5. gr. eins og um skaðabótaábyrgð utan samninga væri að ræða. Rökin séu m.a. þau að það sé yfirleitt tilviljun háð hver verður fyrir tjóni af völdum hlutar sem hefur skaðlega eiginleika, t.d. kann gestur á heimili kaupanda að verða fyrir tjóninu en ekki kaupandinn sjálfur.65 3.3.2.3 Ágreiningur um tilvist samnings Beita má reglunni um efndavarnarþing, enda þótt ágreiningur sé um tilvist eða gildi samningsins sem krafa stefnanda byggist á. Þessi niðurstaða kemur skýrlega fram í Effer málinu. 63 Sjá mál C-26/1991 Jakob Handte gegn TMCS [1992] ECR 1-3967. 64 Sjá t.d. Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 143. 65 Sjá t.d. Kjetilbjörn Hertz: Jurisdiction in Contract and Tort under the Brussels Convention, bls. 82. 334
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.