Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 62
3.3.6 Varnarþing útibús
3.3.6.1 Almennt
Samkvæmt 5. tölul. 5. gr. er heimilt að höfða mál gegn manni sem á heimili
í samningsríki vegna ágreinings, sem stafar af rekstri útibús, umboðsskrifstofu
eða svipaðrar starfsemi, fyrir dómstóli þess staðar þar sem starfsemin er. Svipað
ákvæði er að finna í íslenskum rétti í 36. gr. eml.
Það eru tvö skilyrði fyrir beitingu reglunnar. I fyrsta lagi verður varnaraðili
sem á heimili í samningsríki að eiga útibú, umboðsskrifstofu eða svipaða starf-
semi í öðru samningsríki. I öðru lagi verður ágreiningurinn að vera út af útibú-
inu, uniboðsskrifstofunni eða svipaðri starfsemi.
3.3.6.2 Hvað er útibú, umboðsskrifstofa eða svipuð starfsemi?
Þau þrjú hugtök sem fram koma í 5. tölul. 5. gr. eru ekki sérstaklega skil-
greind í samningnum. Af orðalagi ákvæðisins mætti álykta að þeim væri ætlað
að ná til mismunandi tilvika og þar með marka ákvæðinu rúmt gildissvið.
Evrópudómstóllinn hefur þó með sjálfstæðri skýringu komist að annarri niður-
stöðu í þeim tilgangi að ná fram samræmdri beitingu ákvæðisins. Með tilliti til
tilgangs Brusselsamningsins og þess að ákvæði 5. tölul. 5. gr. er undantekning
frá meginreglu 2. gr. hefur ákvæðið verið skýrt þröngt.95 Hugtökin útibú, um-
boðsskrifstofa eða svipuð starfsemi má þekkja af sameiginlegum einkennum,
sem eru þessi; útibú, umboðsskrifstofa eða svipuð starfsemi verða að 1) hafa
fastákveðna bækistöð fyrir viðskiptin, 2) vera undir stjórn og eftirliti aðalstarf-
seminnar, 3) hafa ákveðið sjálfstæði96 og 4) koma fram sem varanlegur um-
boðsaðili aðalstarfseminnar. Samkvæmt dómum Evrópudómstólsins eru þetta
megineinkenni dæmigerðrar bækistöðvar útibús. Annars konar viðskipti eru
líkleg til að falla utan gildissviðs 5. tölul. 5. gr. Þó er eitt atriði sem greinir á
milli þessara þriggja hugtaka. Telja verður að útibú geti ekki verið önnur lög-
persóna en aðalstarfsemin, en umboðsskrifstofa eða svipuð starfsemi geti hins
vegar verið sjálfstæðar lögpersónur.
3.3.6.3 Ágreiningurinn verður að stafa af rekstri útibús, umboðsskrifstofu
eða svipaðrar starfsemi
Ákvæðið tryggir að lögsaga sem santningsríki er veitt í máli samkvæmt 5.
tölul. 5. gr. sé í reynd viðeigandi vettvangur málshöfðunar. Það gerir ráð fyrir
því að útibú, umboðsskrifstofa eða svipuð starfsemi hafi heimild til þess að
halda úti starfseminni. Þetta tengist því skilyrði sem áður er getið að um sé að
95 Sjá mál 14/76 de Bloos gegn Bouyer [1976] ECR 1497; mál 33/78 Somafer gegn Saar-Ferngas
[1978] ECR 2183; mál 139/80 Blanckaert og Willems gegn Trost [1981] ECR 819; mál 218/86 Sar
Schotte gegn Parfums Rothschild [1987] ECR 4905; mál C-439/93 Lloyd's Register gegn Société
Campenon Bernard [1995] ECR 1-961.
96 Aðallögsögumaður gaf það álit í de Bloos málinu að sjálfstæði umboðsskrifstofu væri ekki eins
áþreifanlegt og sjálfstæði útibús.
342