Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 67
3.3.10 Varnarþing þriðja manns Þriðja mann má sækja í sakaukamáli eða sem þriðja mann í öðrum málum fyrir þeim dómstóli þar sem mál var upphaflega höfðað nema það hafi einungis verið höfðað í því skyni að koma í veg fyrir að hann yrði lögsóttur á réttu varn- arþingi sínu, sbr. 2. tölul. 6. gr. Ákvæðið á ekki við um meðalgöngu þar sem þriðja manni er heimilað að stefna upphaflegum málsaðilum til að þola meðalgöngu sína og til að gæta að öðru leyti lögvarðra hagsmuna sinna af málsúrslitum. Hins vegar getur ákvæðið átt við ef annar hvor upphaflegu málsaðilanna stefnir þriðja manni til réttar- gæslu. Ákvæðið getur einnig átt við ef sóknaraðili stefnir þriðja manni inn í mál sem sakaukastefndum. Að sjálfsögðu verða þó að vera fyrir hendi skilyrði laga fyrir slíkri málsókn. Eins og berum orðum er tekið fram í ákvæðinu gildir það auðvitað ekki ef mál er einungis höfðað í því skyni að koma í veg fyrir að þriðji maður verði lögsóttur á réttu vamarþingi sínu. Reglan felur ekki í sér að dóm- stóll í aðalsök sé ávallt skyldur til þess að fallast á að þriðji maður verði lög- sóttur í sakaukamáli.113 Niðurstaðan um það fer eftir réttarfarslögum þess lands þar sem dómstóll situr.114 Frá framangreindri reglu er undantekning í V. gr. bókunar nr. 1, en þar segir að ekki megi beita reglu 2. tölul. 6. gr. og 10. gr. um vamarþing í sakaukamálum og öðrum málum gegn þriðja manni í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, á Spáni, í Austurríki eða í Sviss. í þessum löndum eru sérstakar reglur um tilkynningar um málshöfðun til þriðja manns (litis denunciation), sem beitt verður um borg- ara í hinum samningsríkjunum. Þá er tekið fram að ákvæðið hafi ekki áhrif á reglumar um viðurkenningu og fullnustu dóma. 3.3.11 Gagnkröfuvarnarþing Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. má sækja gagnkröfu á því vamarþingi þar sem aðalkrafa er til meðferðar, ef hún á rót sína að rekja til sama samnings eða máls- atvika og aðalkrafan byggist á. Skilyrði fyrir beitingu reglunnar er það að aðalkrafa og gagnkrafa séu gagn- kvæmar. Geri vamaraðili kröfu sem ekki uppfyllir skilyrðið um gagnkvæmni verður henni því aðeins hleypt að svo fremi dómstóll hefur lögsögu samkvæmt Lúganósamningnum að því er gagnkröfuna varðar eða sóknaraðili mótmælir ekki þar sem hann getur þegjandi viðurkennt lögsögu dómstólsins.115 Þá er það enn fremur skilyrði fyrir því að beita megi 3. tölul. 6. gr. að sóknaraðilinn, gagnstefndi í gagnsök, sé búsettur í samningsríki. Ef svo er ekki verður dómstóll að beita þeim lögum sem við hann gilda varðandi heimild til 113 Sjá Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 111; Allan Philip: EU-IP, bls. 59. Sjá einnig mál 288/82 Duijnstee gegn Goderbauer [1983] ECR 3603. 114 Sú skoðun hefur komið fram að dómstóll megi ekki beita formkröfum í landsrétti til þess eins að takmarka beitingu ákvæðisins. Auk þess megi ekki styðja frávísun sakaukastefnu þeim rökum að hinn sakaukastefndi eigi dvalarstað eða heimili erlendis. Sjá Allan Philip: EU-IP, bls. 59. 115 Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 75. 347
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.