Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 70
fellur endurkrafa vátryggjanda á hendur tjónvaldi utan gildissviðs reglunnar og fer um hana eftir almennum varnarþingsreglum samningsins.128 3.4.2.2 Mál gegn vátryggjanda og samvátryggjanda í 8.-10. gr. Lúganósamningsins eru meginreglur um varnarþing í málum sem höfðuð eru gegn vátryggjanda sem búsettur er í samningsríki. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. má lögsækja vátryggjanda fyrir dómstóli í því ríki þar sem hann á heimili. Akvæðið svarar því til meginreglunnar í 2. gr., en nauðsynlegt þótti að taka þetta sérstaklega fram þar sem ákvæðin um vam- arþing í vátryggingarmálum eru sérreglur sem ganga framar öðrum reglum samningsins. Samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 8. gr. má lögsækja mann í öðru samningsríki fyrir dómstóli þess staðar þar sem vátryggingartaki á heimili. Það er heimili vátrygg- ingartaka á því tímamarki þegar mál er höfðað sem ræður því hvert varnar- þingið er, en ekki heimili á þeim tíma er vátryggingarsamningur var undirrit- aður.129 Sé vátryggjandi samvátryggjandi má lögsækja hann fyrir dómstóli í samn- ingsríki þar sem mál er höfðað gegn aðalvátryggjanda, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 8. gr.130 Reglan svarar að nokkru til 1. og 2. tölul. 6. gr. um aðilasamlag og gagn- kröfu. Þó er sá munur á að ekki þarf að höfða málið á heimavamarþingi aðal- vátryggjanda. Það mál mætti höfða á heimavarnarþingi vátryggingartaka sam- kvæmt 1. tölul. 1. mgr. 8. gr.131 Fram kemur í 2. mgr. 8. gr. að hinu sama gegni um útibú, umboðsskrifstofu eða svipaða starfsemi sem vátryggjandi rekur ef vátryggingin hefur verið tekin þar.132 Regla þessi er frábrugðin almennu útibúsreglunni í 5. tölul. 5. gr. að því leyti að hún gerir ekki kröfu um að aðalstarfsemin eigi heimili í samningsríki. Um vátryggingarfélag með heimili í þriðja ríki gilda því varnarþingsreglur 8,- 10. gr. samningsins hvað varðar útibú eða umboðsskrifstofu. í 9. gr. segir að í málum vegna ábyrgðartrygginga eða vátrygginga á fast- 128 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionerna, bls. 117. 129 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 32. “ 130 Sjá t.d. Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 116. 131 Samkvæmt orðanna hljóðan gerir 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. ekki þá kröfu að varnai'þing í málinu gegn aðalvátryggjanda byggist á sjálfum Lúganósamningnum, enda er ráð fyrir því gert í 7. gr. að 4. gr. verði beitt. Ef fallist væri á þessa niðurstöðu gæti sú staða komið upp að mál væri höfðað á hendur aðalvátryggjanda á grundvelli almennra vamarþingsreglna í landsrétti og samvátryggjanda mætti svo stefna á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. Lúganósamningsins. Eins og áður greinir em ýmsar vamarþingsreglur í samningsríkjunum afar ósanngjamar, t.d. eignastaðavamarþing í dönsk- um rétti, sbr. áður hér á landi 77. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Sú skoðun hefur því komið fram hjá fræðimönnum að skýring sem þessi gangi of langt. Verði því að túlka ákvæðið svo að vamarjring í málinu gegn aðalvátryggjanda verði að byggjast á reglum samn- ingsins. Sjá Allan Philip: EU-IP, bls. 87; Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 180. 132 Sjá nánar um rökin P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 31. 350
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.