Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 70
fellur endurkrafa vátryggjanda á hendur tjónvaldi utan gildissviðs reglunnar og
fer um hana eftir almennum varnarþingsreglum samningsins.128
3.4.2.2 Mál gegn vátryggjanda og samvátryggjanda
í 8.-10. gr. Lúganósamningsins eru meginreglur um varnarþing í málum sem
höfðuð eru gegn vátryggjanda sem búsettur er í samningsríki.
Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. má lögsækja vátryggjanda fyrir dómstóli í
því ríki þar sem hann á heimili. Akvæðið svarar því til meginreglunnar í 2. gr.,
en nauðsynlegt þótti að taka þetta sérstaklega fram þar sem ákvæðin um vam-
arþing í vátryggingarmálum eru sérreglur sem ganga framar öðrum reglum
samningsins.
Samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 8. gr. má lögsækja mann í öðru samningsríki fyrir
dómstóli þess staðar þar sem vátryggingartaki á heimili. Það er heimili vátrygg-
ingartaka á því tímamarki þegar mál er höfðað sem ræður því hvert varnar-
þingið er, en ekki heimili á þeim tíma er vátryggingarsamningur var undirrit-
aður.129
Sé vátryggjandi samvátryggjandi má lögsækja hann fyrir dómstóli í samn-
ingsríki þar sem mál er höfðað gegn aðalvátryggjanda, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 8.
gr.130 Reglan svarar að nokkru til 1. og 2. tölul. 6. gr. um aðilasamlag og gagn-
kröfu. Þó er sá munur á að ekki þarf að höfða málið á heimavamarþingi aðal-
vátryggjanda. Það mál mætti höfða á heimavarnarþingi vátryggingartaka sam-
kvæmt 1. tölul. 1. mgr. 8. gr.131
Fram kemur í 2. mgr. 8. gr. að hinu sama gegni um útibú, umboðsskrifstofu
eða svipaða starfsemi sem vátryggjandi rekur ef vátryggingin hefur verið tekin
þar.132 Regla þessi er frábrugðin almennu útibúsreglunni í 5. tölul. 5. gr. að því
leyti að hún gerir ekki kröfu um að aðalstarfsemin eigi heimili í samningsríki.
Um vátryggingarfélag með heimili í þriðja ríki gilda því varnarþingsreglur 8,-
10. gr. samningsins hvað varðar útibú eða umboðsskrifstofu.
í 9. gr. segir að í málum vegna ábyrgðartrygginga eða vátrygginga á fast-
128 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionerna, bls. 117.
129 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 32. “
130 Sjá t.d. Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 116.
131 Samkvæmt orðanna hljóðan gerir 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. ekki þá kröfu að varnai'þing í málinu
gegn aðalvátryggjanda byggist á sjálfum Lúganósamningnum, enda er ráð fyrir því gert í 7. gr. að
4. gr. verði beitt. Ef fallist væri á þessa niðurstöðu gæti sú staða komið upp að mál væri höfðað á
hendur aðalvátryggjanda á grundvelli almennra vamarþingsreglna í landsrétti og samvátryggjanda
mætti svo stefna á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. Lúganósamningsins. Eins og áður greinir em
ýmsar vamarþingsreglur í samningsríkjunum afar ósanngjamar, t.d. eignastaðavamarþing í dönsk-
um rétti, sbr. áður hér á landi 77. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Sú skoðun
hefur því komið fram hjá fræðimönnum að skýring sem þessi gangi of langt. Verði því að túlka
ákvæðið svo að vamarjring í málinu gegn aðalvátryggjanda verði að byggjast á reglum samn-
ingsins. Sjá Allan Philip: EU-IP, bls. 87; Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret,
bls. 180.
132 Sjá nánar um rökin P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 31.
350