Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 77

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 77
var persóna, og hvorugur aðila á heimili í því samningsríki þar sem fasteignin er.165 Reglan var sett í Brussel- og Lúganósamningana í kjölfar umdeilds dóms í svokölluðu Rösler máli.166 EFTA-ríkin óskuðu m.a. eftir því að sérstök regla yrði sett um fasteignaleigusamninga til skemmri tíma.167 Þrátt fyrir það að hér sé um að ræða val milli tveggja varnarþinga fellur þetta undir skylduvarnarþing m.a. með tilliti til 1. mgr. 4. gr. Akvæðið tekur einkum til þess þegar um er að ræða leigu fasteigna til nota í sumarleyfi o.þ.h. Þetta gildir þó ekki ef afnotahafinn er lögpersóna og ekki heldur ef annar aðila á heimili í því landi þar sem fasteignin er.168 Hins vegar er ekki skilyrði að leigusalinn sé persóna. 3.5.3 Mál um innri málefni félaga eða annarra lögpersóna Mál um gildi, ógildi eða slit félaga eða annarra lögpersóna eða um ákvarð- anir fyrirsvarsaðila þeirra skal höfða þar sem lögpersónan hefur aðsetur, sbr. 2. tölul. 16. gr. Lúganósamningsins. Þessi regla hefur verið réttlætt með því að það hafi sérstaka þýðingu með tilliti til réttaröryggis að einungis dómstólar eins ríkis taki afstöðu til félaga- réttarlegra álitamála.169 Ástæðan er sú að í lögum samningsríkjanna eru oft ófrávíkjanlegar reglur um þessi málefni og styður það skylduvamarþing. Auk þess má nefna að auðveldast er að nálgast upplýsingar um félag í því ríki þar sem aðsetur þess er. Telja verður að túlka beri regluna þröngt með tilliti til markmiðs hennar, t.d. ntá ætla að skaðabótamál vegna félags eða eininga þess falli utan 2. tölul. 16. gr.170 3.5.4 Mál um gildi skráninga í opinberar skrár Mál um gildi skráningar í opinberar skrár skal höfða fyrir dómstólum þess samningsríkis þar sem skráin er haldin, sbr. 3. tölul. 16. gr. Reglan byggist á almennt viðtekinni meginreglu í alþjóðlegum einkamála- rétti. Sem dæmi um opinberar skrár má nefna þinglýsingarbækur, hlutafélaga- skrár og verslanaskrár. Eins og orðalag ákvæðisins ber með sér er hér einungis 165 í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 68/1995 er tekið eftirfarandi dæmi: íslendingur tekur á leigu bústað í Grikklandi af grískum manni í tvær vikur og greiðir ekki leigugjaldið. Þá verður að sækja hann um greiðslu leigunnar fyrir viðkomandi dómstóli í Grikklandi. Hafi maður búsettur í Þýskalandi verið leigusali ber þó að höfða málið á Islandi. Sjá Alþt. 1995, A-deild, bls. 2565. 166 Sjá mál 241/83 Rösler gegn Rottwinkel [1985] ECR 99. 167 Alnteida Cruz, Desantes Real og P. Jenard: OJ 1990 C 189, bls. 46; P. Jenard og G. Möller: OJ 1990 C 189, bls. 74. Það athugist að ákvæðið er ekki alveg efnislega það sama í báðum samningunum. 168 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 134. 169 Sjá Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 84. Hann bendir þó á að hugsast geti að dómstólar í fleiri en einu samningsríki telji sig eina hafa dómsvald í málum um félag eða lögpersónu. Astæðan sé sú að þegar ákvarða skuli aðsetur lögpersónu skuli dómstóll beita þeim lagareglum sem við hann gilda samkvæmt 1. mgr. 53. gr. 170 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 84. 357
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.